Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 26
hafi: að tónmennt (tónlist, söngur) sé ekki viður- kennd frá félagslegu sjónarmiði, m.ö.o. nemendur dæma greinina á sama hátt og þjóðfélagið (skól- inn, foreldrar, almenningur) dæmir fyrirbærið tónlist; hér sé um samsömun að ræða á viðhorfum nemenda og almennt ríkjandi viðhorfum. Skólapólitískar afleiðingar slíkra niðurstaðna hljóta að vera þær að gera þurfi átak í þá átt að breyta inntaki tónmenntarkennslunnar. Er þá aðallega átt við að kennsluaðferðir ættu að vera lífrænar og byggja meir á skapandi virkni nem- enda, námstækifærin ættu að vera fjölbreyttari, námsefnið að vera sniðið að þroskaskeiði nemenda (forðast t.d. tónfræðikennslu sem einangrað fyrir- bæri án lífrænna tengsla við námsefnið), hreyfiþörf ungra nemenda þurfi að fá útrás o.s.frv. Fyrst og fremst yrðu námstækifærin (efni og miðlun) að vera „nálægt lífinu“ og veita nemendum tilgangs- ríka reynslu. Nemendur verða að fá fullnægingu á virknihvöt sinni og námsefni og kennsluaðferðir verða að hvetja til vitræns þroska. Þreföldun á óbreyttri eða lítið breyttri miðlun (efni og kennslu- aðferðum) virðist hafa mettunaráhrif og leiða til vaxandi neikvæðs viðhorfs nemenda. í þessu sambandi skal þó skýrt tekið fram að hættulegt er að oftúlka viðhorfasjónarmið þau sem fjallað hefur verið um hér að framan. Viðhorf nemenda til einstakra greina þarf að skoða í ljósi heildarmyndarinnar og hún er, eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan, þannig að áhuginn á skólanum almennt virðist fara dvínandi eftir því sem nemandinn er lengur í skólanum. En jafnvel þetta síðastnefnda verður að skoða í ljósi þess að jákvæðu „viðhorfaatkvæðin“ dreifast yfir á fleiri kennslugreinar eftir því sem nemendur eldast og því hlýtur heildar-viðhorfahneigðin að vera niður á við. 8. eining: Viðhorf árganga í einum skóla I þeim myndum sem eftir eru er ekki greint á milli TB og SB, heldur eru heildarviðhorf eins eða fleiri skóla (og árganga innan skóla) könnuð. Mynd 8 sýnir glöggt hvernig viðhorfahneigð í skóla 2 fer niður á við frá ári til árs, þó með þeirri undan- tekningu að viðhorf til átthagafræði virðist aðeins jákvæðara 1970 en 1969. Varasamt er þó að túlka þennan mun sem marktækan; hann gæti stafað af áhugaverðum vinnubrögðum í þessari grein í 3. bekk. menntamAl 26

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.