Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 37
Sömu sögu er að segja um kvæði og kristinfræði.
Hefðbundinn utanbókarlærdómur á kvæðum fær
u.þ.b. 30% neikvæð atkvæði hjá piltunum. Stúlkur
eru hins vegar tiltölulega hrifnar af kvæðalærdómi.
Munurinn eftir kynferði er marktækur við 1%
markið. Eftirfarandi tilgátur gætu e.t.v. hjálpað til
að skýra þennan mun:
1. Stúlkur virðast samsama sig betur innihaldi
kvæðanna tilfinningalega. Þær eru e.t.v. þroskaðri
en piltarnir, og fá því tilfmningalega útrás við
lestur kvæða, en piltarnir hafa e.t.v. minni þroska
til að njóta kvæðanna á þennan hátt.
2. Stúlkurnar virðast vera duglegri (og hlýðnari)
við að læra það sem þeim er sagt að læra, hvort
sem þær sjá endilega tilgang í því eða ekki — þær
virðast reiðubúnari til að lúta áhrifavaldi kennar-
ans.
Svipað má segja um kristinfræði. Þar kemur til
viðbótar að innitak greinarinnar, biblíusögur,
virðist höfða meir til stúlkna, a.m.k. sögur úr
nýja testamentinu.
Munurinn á viðhorfi eftir kynferði til teikningar
má e.t.v. túlka þannig að piltarnir sjá minni tilgang
í því að finvinna teikningar og hafa ekki eins mikla
þolinmæði til þess og stúlkurnar sem virðast öllu
iðnari við slíkt.
2. Munur á milli skóla
í því sem sagt hefur verið að framan um við-
horfamun eftir kynferði til ýmissa námsgreina hefur
eingöngu verið tekið mið af heilum árgöngum yfir
alla skóla samanlagt. Skýringarnar á marktækum
mun í viðhorfi er oft að finna í þeim mun sem
er milli skóla. Ef lengra er haldið og viðhorf
einstakra bekkja innan árgangs í einstökum skólum
er kannað, kemur í Ijós að sérlega jákvætt eða
neikvætt viðhorf eins bekkjar getur gert „skóla-
myndina1' frábrugðna hinum skólunum. Viðhorfa-
mynstur nemendahópanna er því mjög flókið í
samsetningu þótt heildarmyndin og hneigðin sé
mjög skýr i myndum A og B. Úr þeim myndum
má lesa hvaða greinar eru mjög vinsælar, hverjar
meðalvinsælar og hverjar tiltölulega óvinsælar.
Einnig má sjá hvar munur eftir kynferði er mestur.
Hins vegar er mikill munur í allmörgum tilfellum
milli skóla og milli bekkja innan sama skóla. Virðast
því viðhorf nemenda í heild mótast af greinunum
sjálfum; hve áhugaverðar þær eru; hve tilgangs-
ríkar; hve nálægt lífmu; í hve miklu samræmi
innihald námsgreinar er við þroska og aldur o.s.frv.
Einnig koma sjálfsagt til mótandi áhrif kennarans
og skólans á viðhorf nemenda.
3. Viðhorf nemenda til söngs
Til þess að kanna nánar viðhorf nemenda til
söngs (tónmenntar), er hér birt tafla (Tafla 5) þar
sem neikvæðu atkvæðin (í %) fyrir allar mælingar
eru skráð fyrir báða aldurshópana; sér fyrir til-
raunabekkina TB (samanlagt fyrir alla skóla) og
sér fyrir samanburðarbekkina SB (einnig saman-
lagt).
TAFLA 5: Viðhorf nemenda til söngs
Á töflu 5 sést að ekki er mikill munur á tilrauna-
og samanburðarhópnum í fyrstu 2 mælingum
(M1 og M2); nei-atkvæðin fara reyndar vaxandi,
en í svipuðum mæli hjá báðum hópunum.
Við 3. mælingu (M3) breytist myndin; saman-
burðarhópurinn stendur nokkurn veginn í stað
miðað við M2 en tilraunahópurinn breytist tölu-
vert; neikvæðu atkvæðin aukast úr 30% í 47.7%
og úr 39.5% í 50.6%. Ein tilgátan til skýringar gæti
verið að þreföldun söngtímanna annað árið í röð
með lítið breyttu innihaldi hafi stöðnunaráhrif á
viðfangsgleði nemendanna í tilraunabekkjunum.
Önnur tilgáta er sú að þreföldun á söngtímum til-
raunabekkjanna var hrein viðbót á stundatöflu
nemendanna. Þessir nemendur voru því tveimur
tímum lengur í skólanum vikulega en nemendur
samanburðarbekkjanna. T ónmenntartímarnir virð-
ast ekki hafa verið það áhugavekjandi að þeir bæti
MENNTAMÁL
37