Vorið - 01.12.1940, Qupperneq 6
74
VOEIÐ
kné beygja sig á himni og jörðu
og sérhver tunga viðurkenna að
Jesús Kristur sé drottinn, Guði
föður til dýrðar.
Jólin eru hátíð ljósanna og
gleðinnar. En á þessum tímum,
þegar meiri hluti heimsins logar í
styrjaldarbáli, minnumst við þess,
að þau eru annað og meira. Ljós-
ið eitt færir okkur ekki alltaf allt
sem við þráum. Það getur verið
kalt, þó að bjart sé. Gleði okkar
mannanna getur verið af misjöfn-
um rótum runnin. Hún getur ver-
ið jarðnesk og jafnvel syndsam-
leg. Það, sem veitir einum gleði,
getur verið hryggðarefni annars.
Það er ekki víst við séum í hinum
rétta og sanna jólahug, þó bjart
sé í kringum okkur eða hávær
gleði. Það getur verið dimmt í
sálum okkar og hryggð í hjörtum
okkar fyrir því. Jólin eru ekki há-
tíð hinnar ytri dýrðar, heldur þess
ljóss og þeirrar gleði, sem þau
skapa hið innra með mönnunum,
í hjörtum þeirra og lífi.
Þau eru hátíð friðarins. Okkur
líður oft misjafnlega vel, stund-
um jafnvel illa. Við erum ósátt
við allt. Við erum ósátt við okkur
sjálf, af því við finnum, að við er-
um ekki eins og samvizkan segir
okkur að við eigum að vera. Við
erum ósátt við aðra menn, af því
að annað hvort höfum við gert á
hlut þeirra, eða finnst að þeir hafi
gert á hlut okkar. Við erum ósátt
við lífið, af því að okkur finnsf
að það ekki gefa okkur það, sem
við þráum og leitum að. Og þá er-
um við jafnvel ósátt við sjálfan
Guð. En jólin eru hátíð friðarins
og sáttanna. Ekkert getur fært
okkur annan eins frið, eins og
barnið, sem fæddist í Betlehems-
jötunni, ekkert sætt okkur eins
við sjálfa okkur, aðra menn, lífið
og Guð sjálfan, eins og þetta litla
barn, sem englar fylgdu til jarðar
og Guð lét boða frið sinn og vel-
þóknun meðal manna.
Hvernig má þetta verða? Nú eru
nálega 2000 ár síðan þessi at-
burður gerðist, og búið að halda
jól í kristnum löndum í meira en
1660 ár. Samt er enginn friður
enn, margir búa í myrkrinu og
gleðin er ekki hlutskipti nema
fárra. Heimurinn logar í styrjöld,
kristnar menningarþjóðir kapp-
kosta að ausa sem mestu böli og
þjáningu hver yfir aðra. Víða
verður dimmt á þessum jólum og
í stað gleðinnar verður víða úthellt
mörgum tárum. Ef til vill verða
milliónir manna að hýma í loft-
varnarbyrgjum sjálfa jólanóttina,
og tugir millióna skjálfa í ótta og
angist vegna ástvinanna, sem þeir
eiga á vígvöllunum. Heilar þjóðir
berjast við innri ótta og skelf-
ingu og horfa með kvíða hins
friðlausa fram til hvers komandi
dags.
Eru þetta jólin? Hátíð ljóssins,
gleðinnar og friðarins? Friðar í
mannssálinni, friðar milli manna,