Vorið - 01.12.1940, Qupperneq 22
90
V O R I Ð
sig og sagði: Fegursta drottning
veraldarinnar, yndislegu hirð-
meyjar! Hvers vegna grátum við,
hinir hraustu hermenn? Við grát-
um vegna þess að þið grátið. Ykk-
ar sorg er okkar sorg. Takið gleði
ykkar aftur, svo að við megum
gleðjast. Þið eruð of yndislegar og
fagrar til þess að vera sorgbitnar
á svip.
En hve hann er laglegur, sögðu
hirðmeyjarnar.
Þetta var falleg ræða, sagði
drottningin.
Já, prýðileg ræða, sögðu hirð-
meyjarnar.
Eigum við að gleðja hann fyrir?
sagði drottningin.
Já, já, sögðu hirðmeyjarnar.
Finnst ykkur ekki sorgin bíta
laust núna? spurði drottningin.
Jú, bara pínulítið, sögðu hirð-
meyjarnar.
Eigum við þá ekki að hætta að
gráta? sagði drottningin.
Jú, jú, sögðu hirðmeyjarnar.
Þá skulum við bi’osa, sagði
drottningin.
Já, já, sögðu hirðmeyjarnar.
Einn, tveir, þrír, sagði drottn-
ingin, og svo brostu þær allar og
þá brosti kóngurinn og allir her-
mennirnir.
Haldið burt, sagði kóngurinn
við herinn. Svo gaf hann drottn-
ingu sinni augnabrúnalit, nýjustu
tízku, og hún minntist aldrei
framar á nýja kórónu. Lifðu þau
svo í sátt til æfiloka. Aq.
Jólaklukkurnar.
(Marteinn situr við borðið. Eirík-
ur kemur inn).
Eiríkur: „Gott kvöld. Mér datt
allt í einu í hug að líta inn til þín.
Hvernig sæki ég að?‘
Marteinn: „Þökk fyrir, ágæt-
lega. Fáðu þér sæti. Konan og
börnin eru öll á jólasamkomunni
í skólanum“.
E.: „Ég hef sömu sögu að segja.
— En hvers vegna ertu svona
daufur í kvöld? Hvað er að?“
M.: „Ég er víst bara dálítið
þreyttur eftir erfiðið. En nú fæ ég
hvíld um jólin og þá gefst tóm-
stund til að fá sér ofurlítið neðan
í því“.
E.: „Áttu við að mynnast við þá
hálsmjóu?“
M.: „Ha, ha, en hvað þú ert
skáldlegur. Alveg eins og lærðu
mennirnir".
E.: „Ekki kæri ég mig um að
vera skáldlegur. En ég heyrði
regluboðann á samkomunni í
skólanum fyrir viku síðan segja