Vorið - 01.12.1940, Síða 24

Vorið - 01.12.1940, Síða 24
92 VORIÐ leiki. Og hann kennir okkur auð- mýkt“. E.: „En flaskan þó ennþá bet- ur“. M.: „Heyrðu, Eiríkur, ég held bara að þú sért að verða sýktur af bindindismönnunum.. Varaðu þig! Ef bindindismennirnir ná í einn fingur, taka þeir alla hend- ina, já, manninn allan með húð og hári''1. E.: „En þeir komast þó betur af en við. Hugsaðu þér Andrés í Nýjabæ. Hann var áður mesti drykkjuræfill. Nú hefur hann verið bindindismaður í þrjú ár, og þess þarf hann ekki að iðrast“. M.: „Hvers vegna?“ E.: „Já, taktu nú eftir. Ég kom þar við í haust. Og þar er allt breytt. Snyrtileg umgengni úti og inni og börnin vel til fara. Andrés sagði mér sjálfur, að nú eyddi hann ekki fé sínu framar fyrir vín, né dýrmætum vinnudög- um við drykkjuskap. Af því staf- aði breytingin. — Ég óskaði þess þá, að ég væri líka laus við áfengið“. M.: „Hm. hm! En ákaflega hlýt- ur það nú að vera leiðinlegt, að drekka alltaf vatn, og sennilega er það óheilnæmt til lengdar“. E.: „Andrés sagði, að hann væri miklu hraustari en áður. Maga- veikin, sem hefur kvalið hann í fleiri ár, er alveg horfin“. M.: „Það er merkilegt! Nú fer ég að halda að hófsemin sé bezt“. E.: „Nei, hófsemin er gagnslaus, því að hún er óframkvæmanleg. Ef ég fæ mér eitt staup, þá langar mig í fleiri. Við ráðum ekki við það. Ef menn vilja losna undan áhrifum áfengisins, þá verða þeir alveg að hætta að bragða nokk- urn dropa“. M.: „O, nú sé ég hvernig það er með þig. Þú ert orðinn fastur í hinu falska neti bindindismann- anna“. E.: „Ekki finnst mér rétt að tala hér um snörur eða fals. Bind- indismennirnir segja þó greini- lega, hvað þeir vilja, og hvert þeir vilja fá fólkið“. M.: „Aumingja Eiríkur! Bráðum berð þú líklega I. O. G. T.-merki í bnappagatinu“. E.: (alvarlegur) „Ég vildi óska að ég væri kominn svo langt. Það finnst mér í alla staði heiðarlegt. Ég fæ sting í hjartað, þegar óg hugsa um, hvernig Fía litla horfði á mig, þegar ég kom í gær heim með jólavínið. Það minnir mig á orð biblíunnar: „Vei þeim, sem afvegaleiðir einn af þessum smæl- ingjum“. — Við eigum báðir börn, Marteinn, líka drengi. Hvað mundir þú segja, ef drengurinn þinn kæmi einhvern tíma heim drukkinn, æpandi og hljóðandi?“ M.: „Sá skyldi fá hirtingu“. E.: „Hirtingu! Hann gerði aðeins það sama og þú hefur fyrir hon- um. Hefur hann ekki oft séð þig drukkinn? Og hefir þú ekki oft

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.