Vorið - 01.12.1940, Qupperneq 28
96
VORIÐ
ekki einn einasta dag lengur hjá
henni í þessum dimma skógi.
Og það varð að vera mennsk
stúlka, sem gat búið til góðan
mannamat, því hann var orðinn
leiður á þessari eilífu bjarndýra-
mjólk, og þá var hann líka búinn
að fá nóg af þessum fötum úr
bjarndýrahárinu, og stúlkan hans
þyrfti bæði að kunna að vefa og
sauma.
Það vildi svo vel til, að fyrsta
stúlkan, sem tröllkerlingin hitti
var foreldralaus einstæðingur, og
hún tók því undir eins vel að fara
með kerlingunni út í skóginn og
giftast Pétri.
Þegar stúlka þessi hafði kynnst
Pétri lítið eitt og vanist skógarlíf-
inu, var haldið brúðkaup, og síð-
an lifðu þau þrjú í sátt og sam-
lyndi þarna inni í dimma skógin-
um.
Næsta ár fæddist þarna ofurlít-
ill drengur, og þá fór gamla tröll-
kerlingin að kalla sig ömmu, og
henni þótti svo vænt um litla
drenginn, að hún sat við rúm
hans bæði dag og nótt.
Árin liðu. Þessi litli piltur varð
fullorðinn maður, ag einn góðan
veðurdag heimtaði hann af tröll-
skessunni að hún útvegaði sér
konuefni, svo að hann gæti gift
sig; annars sagðist hann ekki
verða einum degi lengur í þessum
leiðinlega skógi.
Þannig hélt þessu áfram, og ég
veit ekki hve margar ferðir tröll-
V O R I Ð
tímarit fyrir börn og unglinga. Koma
út 4 hefti á ári^ minnst 24 síður hvert
hefti. Árgangurinn kostar 2 krónur
og greiðist fyrir 1. maí.
Útgefendur og ritstjórar:
Hannes J. Magnússon, Páls Briems-
götu 20, Akureyri, og
Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstr. 12,
Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar.
Ráðningar á dœgradvöl í 3. hefti.
!. Austri. — Suðri. —
2. 12 klukkustundir.
3. Þau voru aðeins fjögur.
kerlingin varð að fara niður í
sveitina til að sækja konuefni
handa öllum drengjunum, sem
fæddust og uxu upp þarna úti í
skóginum, en dag nokkurn þegar
kerlingin sat og vaggaði yngsta
stráknum, drengnum, sem átti að
kalla hana langa-langa-langömmu,
heyrði hún ógurlegar drunur uppi
í fjallinu og rödd, sem kallaði svo
hátt, að það var eins og þruma
færi í gegnum loftið:
„Guri!‘
„Guri-i-i-i-i-i!“
„Komdu heim undir eins!“
„Og ef þú kemur ekki sam-
stundis, þá sæki ég þig, ég er bú-
inn að bíða nógu lengi eftir mið-
dagsmatnum!“
(Lauslega þýtt úr norsku).
H, M.