Vorið - 01.06.1944, Side 3

Vorið - 01.06.1944, Side 3
VORIÐ VALDIMAR V. SNÆVARR: SKÓLALOK. Nú lengir daginn. Himinn hlær í heiðu ljósi íjær og nær, og blessað landið brosir hlýtt og býst aí kappi’ í vorskrúð nýtt. Heyr fuglaskarans feginsljóð. Heyr fossanið og lækjaóð. — Já, vorið leggur óm við óm í unaðsþrunginn gleðihljóm. Þó hljóðnar senn í salnum hér, því sumarleyfið byrja fer, og þá kemst allt á ferð og flug, sem frelsi ann af ráðnum hug. Vor gamli skóli, þökk sé þér! Að þinni fræðslu búum vér, og góðminninga geymum fjöld til glaðnings fram á hinnsta kvöld. Vér skiljumst nú með létta lund og leitum senn á vorsins fund. Vér kveðjumst öll með kærleiksyl og kát vér göngum starfa til. Vér þráum blóm og svásan söng og sumarstörf um dægrin löng. Vort heit um dugnað hljóma skal svo hátíðlega’ í þessum sal. Þú, guð, sem býr á himnum hátt og hefur skapað stórt og smátt, — ó, hversu heitt vér þökkum þér að þíi oss blessar, hvar sem er. Ó, góði faðir, gaét þú vor og gef oss kraíta, vilja’ og þor að þræða ætíð þroskans leið til þjóðarheilla’ um æviskeið!

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.