Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 3

Vorið - 01.06.1944, Blaðsíða 3
VORIÐ VALDIMAR V. SNÆVARR: SKÓLALOK. Nú lengir daginn. Himinn hlær í heiðu ljósi íjær og nær, og blessað landið brosir hlýtt og býst aí kappi’ í vorskrúð nýtt. Heyr fuglaskarans feginsljóð. Heyr fossanið og lækjaóð. — Já, vorið leggur óm við óm í unaðsþrunginn gleðihljóm. Þó hljóðnar senn í salnum hér, því sumarleyfið byrja fer, og þá kemst allt á ferð og flug, sem frelsi ann af ráðnum hug. Vor gamli skóli, þökk sé þér! Að þinni fræðslu búum vér, og góðminninga geymum fjöld til glaðnings fram á hinnsta kvöld. Vér skiljumst nú með létta lund og leitum senn á vorsins fund. Vér kveðjumst öll með kærleiksyl og kát vér göngum starfa til. Vér þráum blóm og svásan söng og sumarstörf um dægrin löng. Vort heit um dugnað hljóma skal svo hátíðlega’ í þessum sal. Þú, guð, sem býr á himnum hátt og hefur skapað stórt og smátt, — ó, hversu heitt vér þökkum þér að þíi oss blessar, hvar sem er. Ó, góði faðir, gaét þú vor og gef oss kraíta, vilja’ og þor að þræða ætíð þroskans leið til þjóðarheilla’ um æviskeið!

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.