Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 5

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 5
VORIÐ 43 verið? Áreiðanlega ekki af næstu bæjuin. Það þorði Siggi að ábyrgjast. Svo kunnugur var hann hestum ná- grannanna. Sigga langaði mest til að ná í þennan fallega grip og skoða hann í krók og kring. En folinn hrást illa við — þaut af stað eins og eld- ing, með frísi og taglsperringi, og lét á allan hátt eins og ótemja. Sigga kom snöggvast í hug, hvort þetta gæti verið álfahestur. En jafnskjótt varpaði liann þeirri hugs- un á bug. Álfasögur voru víst bá- biljur einar, sem skáldmælt fólk liafði fundið upp. Siggi ákvað nú, að reka alla klár- ana heim. Hann náði því í gamla Kúf, lagði upp í hann beizlið og stökk á bak. Hestarnir voru tíu talsins — með þeim nýkomna. Drífa, forustu- hryssan, þaut á undan niður brekk- urnar, alla leið heim að túni. Nýi „Gullfaxi" fór í loftköstum á eftir. Stundum sentist hann þó út um alla móa. Það var eins og hann réði ekki við fjörið og þróttinn. Kúfi gamli var mun örðugra um hlaupin. Hann rumdi og stundi,,eins og honum fyndist hreinasta púl að fylgjast með þessum ærslagripum. Hann var orðinn kófsveittur, þegar Siggi stökk af baki, heima við túngarðinn. Það var mikið um dýrðir, þegar Siggi kom heim með stóðið. Allir þurftu að skoða nýja folann. Sér- staklega þó Páll kaupi, sem þóttist vera hestamaður. Fullyrti Páll, að Gullfaxi væri hreinasti skrautgripur, og þar að auki með ótvíræð reiðhestsein- kenni. Jónu gömlu þótti folinn hafa ill augu, og taldi víst, að hann væri frá óvættum. Vildi hún láta farga hon- um umsvifalaust, svo að ekki hlyt- ist slys af. Að þessu hló unga fólkið, en húsbóndinn lagði fátt til. Lét hann setja hestana í girðingarhólf, kipp- korn frá bænum. Þar voru þeir í öruggri geymslu. Þurrkurinn hélzt fram á kvöld. Þá var farið að taka saman. Siggi litli beitti Kúfi fyrir rakstr- arvélina og settist í hásætið. Svo stýrði hann út í flekkinn og byrjaði að draga heyið í reglu- bundna garða. Það er skemmtivinna að taka saman með rakstrarvél. Einkum þegar túnið er rennislétt og vélar- hesturinn annað eins þing og Kúf- ur á Hamri. Þetta júlíkvöld var líka svo dæmalaust yndislegt. Jörðin ang- aði, sólskinið ljómaði og hugur Sigga litla var fullur af barnslegri gleði. Það var hann Gullfaxi, æfintýra-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.