Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 7

Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 7
VORIÐ 45 mann minntist horfinna sæludaga. Svo kom hann röltandi, hrifsaði brauðið úr framréttum höndum drengsins og þaut síðan á burt. Siggi litli stóð sem bergnuminn og horfði á Gullfaxa. Það var sann- arlega gaman, að hann skyldi vilja brauðið. En lítið bar á þakklæli hjá blessuðum folanum. A morgun, hugsaði Siggi. A ntorgun kal ég geta náð honum. Svo lagði hann af stað heim á leið og flýtti sér í háttinn. Alla nóttina dreymdi hann Gull- faxa. Folinn var orðinn svo gæfur og auðsveipur. Og Siggi þeysti á honum yfir stokka og steina. Eng- inn hestur jafnaðist á við Gull- faxa. Næstu daga var glampandi þurrk- ur. Heyin hirtust með beztu verk- un, því að síðustu júlídagarnir voru reglulegir sóldagar. Siggi litli á Hamri var orðinn innilegur vinur folans Gullfaxa. Á hverjum degi færði hann honum brauðbita út í hagann. Og Gull- faxi var orðinn spakur eins og lamb. Það var nú engum vandkvæðum bundið fyrir Sigga að nú í folann, leggja upp í hann beizli og stíga á bak. Þetta varð þeim báðum til ynd- is, því að nú voru þeir farnir að skilja hvor annan. Á sunnudaginn, viku eftir komu Gullfaxa, fór Hamarsfólkið ríðandi til kirkju. Siggi reið á Gullfaxa. Það var ógleymanlegur dagur. Fol- inn var leikandi viljugur, en þó yið- ráðanlegur fyrir drenginn. Auðsjá- anlega hafði hann verið fulltaminn, áður en hann kom að Hamri, þótt hann léti óhemjulega í fyrstu. Nú var drengurinn búinn að vinna liylli hans og ná valdi á hinum óstýrilátu hvötum. Við kirkjuna þurftu margir að skoða Gullfaxa. Öllum fannst hann dásamlega fallegur og glæsilegur hestur. Strákarnir öfunduðu Sigga, en ungu stúlkunum fannst hann mað- ur að meiri, þar sem hann stóð hjá Gullfaxa, bjartur og hýr á svipinn. Það var þá einkum Ragna litla í Hvannni, sem réði varla við hrifn- ingu sína. Bláu augun hennar ljóm- uðu svo skært, að Sigga hlýnaði inn að hjartarótum. Aðdáun hennar var honum meira virði, en allra hinna til sam- ans. Óneitanlega var þó gaman, þegar presturinn klappaði á bakið á Gullfaxa og fullyrti, að annan eins reiðskjóta liefði liann aldrei aug- um litið. Svo leit hann brosandi á Sigga litla og óskaði honum til hamingju með álfafákinn. Þesum orðum gleymdi Siggi aldrei. Presturinn var svo fyrir- mannlegur. Enginn þurfti að efast um dómgreind hans.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.