Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 12

Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 12
50 VORIÐ 3. DÍSIN gengur fram: Ég er hóg- værðin. Stilling og háttprýði, kurteisi og göfgi í orðum og at- höfnum eru öflugustu vopnin til að sigra hið illa. Ég skapa fegurð og unað í sam- búð mannanna. Sá, sem stjórnar sjálfum sér, er meiri en sá, sem vinnur borgir. Hógværð og skapfesta eru perlur í kórónu hetjunnar og sigur- kransi göfugmennisins. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sungið 4. vers af sama sálmi. 4. DÍSIN gengur fram: Ég er þráin. Ég gef hjarta mannsins vængi. Stundum er ég útþrá æskunnar. Þá bendi ég og leiði í fjarlæg draumalönd hamingju og frægð- ar. En svo er ég líka heimþrá hins þreytta, sem þráir frið og fögnuð bernskustöðvanna eftir baráttu og starf meðal fjöldans. En feg- urst skína vængir mínir, er þeir svífa inn á dýrðarlönd eilífðar- innar. Margt þráir sál mannsins, sem "’eldur böli og raunum og skap- ar þeirn auðn og óhamingju. En sæla veitizt þeim, sem í allri sinni þrá hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Þeir munu saddir verða. Sungið 5. vers af: Þú guð, sem stýrir. 5. DÍSIN gengur fram: Ég er misk- unnsemin. Engin af hamingju- dísum mannanna er lítilsvirtari en ég. Þeir fyrirlíta mig og hæð- ast að mér. En allir, sem eiga bágt, þrá mig heitast af öllu. Bros

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.