Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 14

Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 14
52 VORIÐ Gunnlaugur H. Sveinsson ( ^ / / 3 / / //ö og tröllkarlinn (Niðurlag.) Þau gengu lengi, lengi, og loks komu þau að stórum, stór- um helli. ,,Hérna á ég nú heima,“ sagði tröllkarlinn með dynjandi rödd. Svo fóru þau inn í hellinn. Sólrún litla var hálf hrædd, það var svo dimmt og drauga- legt í hellinum, en hún lét ekkert bera á því. „Nú er bezt, að þú fáir þér eitthvað að borða, svo áttu að sópa gólfið og sækja vatn í stóru tunnuna, sem stendur þarna hjá fletinu mínu,“ sagði tröllkarlinn. Hann borðaði nú mikið, mikið; svo lagðist hann upp í fletið sitt, og eftir dálitla stund, var hann farinn að hrjóta, svo að undir tók í hellinum. Sólrún litla fór nú að sópa gólfið. Það var ákaflega erfitt, sópurinn var svo stór og þungur. En Sólrún var dugleg stúlka, sem vildi ekki gefast upp. Þegar hún var búin að vinna lengi, lengi, var hún loks búin að sópa stóra, stóra gólfið. Mikill var nú munurinn, allt ruslið horfið og gólfið orðið gljáandi fínt. Nú fór hún að sækja vatnið. Það var enn þá erfiðara. Stóru föturnar voru svo þungar, og stóra tunnan tók svo mikið. Sólrún litla varð að fara margar, margar ferðir út í lækinn.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.