Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 16

Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 16
54 VORIÐ ,,Hvað ert þú að gera þarna, Sólrún?“ spurði hann. ,,Ég er að hafa yfir bænirnar mínar; það geri ég alltaf á kvöldin, áður en ég fer að sofa,“ sagði Sólrún. ,,Bænir, hvað er nú það?“ spurði tröllkarlinn. „Kannt þú engar bænir, tröllkarl?“ spurði Sólrún litla. „Nei, en það væri nú líklega dálítið gaman að læra ein- hverjar bænir, eða getur þri kennt mér nokkrar, Sólrún litla?“ sagði tröllkarlinn. Sólrún litla kenndi nú tröllkarlinum allar fallegu bæn- irnar, sem hún kunni. — En nú kom dálítið skrítið fyrir. Stóri tröllkarlinn fór að minnka og minnka og breytast og breytast, og loks varð hann að litlum, fallegum dreng. „Þú skalt ekki verða hissa, Sólrún mín,“ sagði drengurinn. „Ég skal segja þér sögu.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.