Vorið - 01.06.1949, Side 19

Vorið - 01.06.1949, Side 19
VORIÐ 57 STEINGRÍMUR BERNHARÐSSON LEIFI Leifi var mjög montinn strákur. Hann hélt, að hann væri meiri og duglegri strákur en liann var. Leifi átti heima í smá-þorpi, en á sumr- in var hann í sveit hjá frænda sín- um. Þegar Leifi fór í sveitina í vor- in, þá urðu flestir fegnir í þorpinu, því að liann var íremur óvinsæll fyrir mont sitt og gort. Allt þóttist hann geta gert, og það var naumast sá hlutur til, sem hann þóttist ekki liafa reynt. En eitt var það, sem allir krakkar í þorpinu vissu, að Leifi hafði aldrei gert. Hann hafði aldrei lært að synda. Hvernig sem á því stóð, þá var liann svo logandi hræddur við vatn, að hann hafði aldrei þorað að baða sig með hin- um drengjunum. Og þegar hinum drengjunum fannst mont hans ganga of langt, þá voru þeir vanir að spyrja hann, livenær hann hefði farið í sund síðast. Þá varð Leifi skömmustulegur og sagðist ekki þurfa að læra að synda, liann kynni það. Vorið, sem Leifi varð tólf ára, varð hann sundskyldur, eins og aðrir krakkar. Leifi hafði kviðið fyrir þessari stund meira en nokk- urn gat grunað. Hann sá nú fram á það, að lengur yrði ekki undan því komizt að læra að synda. Og þegar Leifi fór í sveitina um vorið, þá var sundskýla eitt af því, sem hann hafði meðferðis. Á vorin, þegar Leifi kom til frænda síns að Hlíð, þá varð það að vera hans fyrsta verk að ganga vel frá dótinu sínu og raða því öllu inn í skáp. Frændi hans gekk ríkt eftir því, að allt væri í röð og reglu og Leifi þoiði ekki annað en hlýða honum í því sem öðru, þótt hann hlýddi ekki neinum öðrum, þá gerði hann ætíð það, sem frændi hans bauð. Frændsystkin hans, Jói og Gunna, tóku mjög vel á móti hon- um og hjálpuðu honum að koma dótinu fyrir. Þegar þau sáu sund- skýluna, ráku þau upp stór augu, því að slíkan grip höfðu þau aldrei séð í eigu Leifa fyrr. Þau spurðu hann, hvað hann ætlaði að gera með sundskýlu, því að þau vissu, að Leifi þorði aldrei í vatn. „Ég ætla að synda í sumar, þegar gott er veður,“ svaraði Leifi og var hinn brattasti að sjá. „En þú hefur aldr- ei þorað að bleyta stórutána, hvað þá meira,“ sagði Jói.„Þorað!“ sagði Leifi með fyrirlitningu í rómnum. „Ég held það sé ekki mikið að þora. Ég hef bara ekki nennt að

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.