Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 21

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 21
VORIÐ 59 krökkunum því, að lána þeim hesta fram að Urriðavatni í dag, Jói æti- aði að fá þig með til að veiða sil- ung, en nú getur þú auðvitað ekki farið með þeim.“ „Geta þau ekki beðið til morguns?" spurði Leifi og var fremur daufur í dálkinn. „Nei, það geta þau ekki. Ég þarf að nota hestana á morgun. Því er nú verr,“ sagði frændi, opnaði dyrnar og fór út. Leifa lá við gráti. Þetta hafði hann upp úr þessu. Nú missti hann af ferð að Urðarvatni, en þangað hafði hann alltaf langað til að koma. Raunum hans var þó ekki lokið með þessu. Þegar Jói og Sigga komu úr sundinu, voru margir krakkar með þeim og þau léku sér allan daginn. Leifi heyrði hlátrana og hrópin, en sjálfur varð hann að liggja í rúminu. Eina huggunin hans var þó, að hann vissi, að krakkarnir höfðu ekki far- ið að Urriðavatni, því að þá hefðu þau ekki verið að leika sér lieima. Kannske myndi hann fá að fara með þeim seinna. Næsta morgun var Leifi kominn á fætur á undan öllum öðrum á bænum. Allir létust vera ósköp hissa á því að sjá hann, og frændi spurði, hvort ekki væri betra fyr- ir hann að liggja í dag líka. Leifi var ekki á því, kvaðst vera orðinn vel frískur og nú færi hann í sund með krökkunum. Þegar að sundlauginni kom, spurði sundkennarinn Leifa, hvort hann kynni að synda. Leifi leit í kring um sig. Hann sá, að Jói og Gunna hlustuðu á. Hann gat ekki kannazt við það, að hann kynni ekki að synda, það fannst honum svo mikil skömm. Hvað myndu þau halda um hann, eftir allt grobbið? „Jú, ég er flugsyndur," sagði hann við kennarann og strunsaði inn í fataklefann. Hann var fyrstur úr fötunum og hljóp út og stakk sér í laugina. Auðvitað fór hann á bólakaf. Kennarinn iiélt, að hann væri að leika sér og skipti sér ekkert af honum, en fór að sinna hinum krökkunum, sem voru að tínast fram úr klefum sín- um. En þegar kennarinn leit aftur á staðinn þar sem Leifi hafði steypt sér út í, þá sá hann aðeins á haus- inn á honum og fingur, er réttir voru upp í loftið. Það gat ekki verið allt með felldu. Kennarinn horfði á þetta um stund, en þegar hann sá, að loftbólur fóru að stíga upp úr vatninu, sá hann hvers kyns var- Hann snaraðist úr treyju og skóm og stakk sér út í laugina og kafaði eftir Leifa. Hann náði í hárið á honum og draslaði honum í land. Leifi hafði ekki drukkið neitt vatn að ráði, en hann kúgaðist öll ósköp og seldi upp. Hann var þó furðu fljótur að ná sér. Kennarinn var honum reiður fyrir ósannsöglina og gaf honum skell á rassinn með lófanum svo að allir krakkarnir sáu og.rak liann heim.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.