Vorið - 01.06.1949, Side 24

Vorið - 01.06.1949, Side 24
62 VORIÐ FYRSTA BARN (hvíslar); Það er í klukkunnil KLUKKAN: Og hvað þýddi hit- inn, ef enginn kuldi væri til? ANNAÐ BARN: Nú heyrði ég áreiðanlega, að það kom frá klukkunni. FYRSTA BARN: Þá er ég ekki hrædd. ANNAÐ BARN: Nei, það getur þá ekki verið hættulegt. FYRSTA BARN: En hvað það er skrítið, að klukkan skuli talal ANNAÐ BARN: Segðu meira, klukka. FYRSTA BARN: Við erum svo einmana. ANNAÐ BARN: En hvenær lærð- ir þú að tala? KLUKKAN: Seinustu nótt ársins geta klukkur talað. En það er sjaldgæft, að nokkur heyri til þeirra. FYRSTA BARN: En hvað það er gaman fyrir okkur að heyra það! ANNAÐ BARN: Talaðu meira, klukka. KLUKKAN: Lítið á vísana mína! FYRSTA BARN (lítur upp): Já, þeir eru alltaf að færa sig. ANNAÐ BARN: Mamma segir, að þeir megi aldrei stöðvast. FYRSTA BARN: Þess vegna dreg- ur mamma þig upp á hverju kveldi. KLUKKAN: Vísarnir þurfa að ganga langt. ANNAÐ BARN: Nú er skrítið að heyra til þín. Þeir fara bara í Iiring. FYRSTA BARN: Þegar þeir eru komnir á tólf, fara þeir að ganga eitt aftur. KLUKKAN: Þess vegna mega þeir aldrei stöðvast. Þeir eiga sér tak- matk, sem þeir ná aldrei, því að takmarkið hleypur á undan þeim. FYRSTA BARN: Ég skil þetta ekki almennilega. KLUKKAN: Það er ekki svo auð- skilið. En svona er það. Eins er með árstíðirnar. Mánuðirnir elta hver anna, og þeir eru tólf, eins og tímarnir mínir. Þegar vetur- inn fer, kemur vorið. FYRSTA BARN: Og þegar vorið fer, kemur sumarið. ANNAÐ BARN: Og svo kemur haustið. FYRSTA BARN: Og svo vetur aft- ur. Þú ættir að ganga fjarska, fjarska hægt. KLUKKAN: Hvers vegna? ANNAÐ BARN: Jú, þá gætir þú vísað mánuðina í staðinn fyrir tímana. KLUKKAN: Það er sama, hvort ég fer hart eða hægt. Tíminn er óendanlegur. FYRSTA BARN: Það skil ég ekki. KLUKKAN: Nei, þess vegna skul- um við tala um annað. Nú er síð- asta nótt ársins. Þá koma miun- ingarnar. Góðar og fagrar minn- ingar á að geyma. Þeim sorglegu

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.