Vorið - 01.06.1949, Page 26

Vorið - 01.06.1949, Page 26
64 VO fclÐ ísnum í burtu, svo þeir eru kyrrir fram yfir páska. VETURINN: Já, það kemur stund- um fyrir, að ég verð að taka móti páskunum líka. Það er þegar vor- ið er slóðalegt og kemur of seint. Það er ekki heldur að reiða sig á páskana. Hátíðirnar mínar, jól, nýár, og þrettándi, koma alltaf á vissum tíma. En hvað á að segja um páskana, sem koma stundum mánuði fyrr eitt árið en annað. TIMINN: Vorið og páskarnir eiga vel saman, bæði dálítið duttl- ungafull. VETURINN: Það má nú segja. En skemmtilegt er vorið. Og alltaf verð ég feginn, þegar það kemur, því að þá fæ ég að hvíla mig. TÍMINN: Hvað ætlar þú að gefa nýja árinu? VETURINN: Þetta venjulega — kulda, snjó og ís. TÍMINN: Þú ert harður! VETURINN: En samt er ég gagn- legur. Ég byggi brýr yfir ár og tjarnir. Ég legg slétta vegi, þar sem annars er óslétt. Þá geta bíl- ar, kerrur og sleðar farið allra sinna ferða og flutt vörur þang- að, sem annars er ekki fært. Jurt- irnar fá að hvíla sig og safna kröftum fyrir næsta sumar. TÍMINN: Segðu meira! VETURINN: Ég gef mönnum styrk og geri þá hrausta. Ég safna börnum í sleðabrekkur og á skautaís. Þau verða rösk af því að renna sér á hreinum ís og snjó í svölu loftslagi. Þegar dimmt er orðið, safna ég þeim að arineld- inum, til þess að starfa og hlusta á sögur og ljóð. Ég gef einstæð- ingum frið og næði til að lesa og hugsa. Égkveiki þúsundir stjörnu- ljósa á himninum, en þau vekja eilífðarvonir og eilífðarþrá. TÍHINN: Góðar eru gjafir þínar. En nú kemur vorið. VETURINN: Þá sópa ég saman því litla, sem eftir er af snjónum, og fer með það. Það verður að óhreinu vatni, en næst þegar ég kem, verður það orðið að hrein- um, hvítum snjó. (Fer.) TÍMINN (við vorið): Velkomið, bjarta vor! VORIÐ: Ég þori aldrei að koma fyrri en þessi þarna (bendir eftir vetrinum) er farinn. Allt, sem ég hef með mér, er svo lítið og við- kvæmt. Litlir, feimnir blóm- knappar, mjóslegin smáblöð, flögrandi fiðrildi og suðandi flug- ur. Ef veturinn snýr sér við í eitt einasta skipti og andar á þessa skjólstæðinga mína, þá deyja þeir. TÍMINN: Allir hlakka til komu þinnar, og alltaf flytur þú gleð- ina með þér. VORIÐ: Það er líklega vegna þess, að ég má aldrei vera að stan/.a svo lengi, að fólk verði leitt á mér. Blöðin mín og blómin springa fljótt út. Svo kemur sum- arið með allsnægtir, Þó hekl cg,

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.