Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 27

Vorið - 01.06.1949, Qupperneq 27
VORIÐ 65 að enginn gleðjist eins mikið yfir öllu blómskrúði sumarsins eins og yfir litlu, viðkvæmu vorblóm- unum mínum. TÍMINN: Fólki þykir sjaldan var- ið í það, sem það er búið að cign- ast. Það, sem það vonast eftir, er alltaf bezt. Þegar það er fengið, kemur löngun eftir einhverju nýju. VORIÐ: Aldrei er löngunin eins sár og á vorin, og aldrei eru von- irnar eins bjartar og þá. SUMARIÐ (kemur inn. Vorið hverfur): Alltaf lofar vorið of miklu. Aldrei geta sumarið og haustið uppfyllt öll þess fögru loforð. TÍMINN: En sumar, þú ert samt svo auðugt. Grasið grær, blómin bera fræ, berin vaxa, ungar koma úr eggjunum, sem orpin eru á vorin. Sólin skín svo skært, og gaman er að busla í lækjunum í sólskininu. Eörnin þurfa ekki að læra, en mega leika sér úti í góða veðrinu, vaxa og þroskast. SUMARIÐ: Já, ég eys út auðætum mínum. Það er gaman að gefa. Sólin skín yfir vonda og góða, og alltaf laðar liún fram dálitla gleði hjá þeim hryggu og eitthvað gott í þeim vondu. En tími minn líð- ur fljótt. Eftir sprettuna kemur þroskinn, og eftir þroskann upp- skeran. En það er nú haustið, en ekki ég, sem kemur með mest af henni, og þá er. ég farið. (Fer út) HAUSTIÐ (kemur inn). TÍMINN: Ertu komið, haust? Allt- af er sumarið of stutt. HAUSTIÐ: Og þó er mín beðið með eftirvæntingu. Ég flyt hey í Iilöður og ber í tínur. Kartöflur og grænmeti úr görðum, fé af fjalli og forða í búr. Ég gef ör- yggi, ánægju og ró. Þegar allt er komið undir þak, kem ég með kulda, frost og dauða. En dauð- • inn á fagra liti og fyllir hugina angurblíðu. Þegar lífið er full- komnað, kemur dauðinn. TÍMINN: Allt, sem deyr, skal aft- ur lifna. Það er hin eilífa von. (Haustið fer, veturinn kemur aftur.) VETURINN: Eg kem til þess að geyma allt hið dauða undir hvítri ,mjúkri ábreiðu, geyma það til upprisu vorsins. TÍMINN: Og til þess að taka móti nýja árinu, sem er að koma. -- (Nýja árið kemur.) VETURINN: Velkomið nýja ár! TÍMINN: Gott ár! NÝÁRIÐ: Skin og skúrir flyt eg með mér, gleði og sorg mun eg gefa. Hvers virði væri sólin, ef aldrei væri dýnmt, hvað væri gleðin, ef engar sorgir væru til, hvað væri lífið án dauðans? — Gjafir mínar eru góðar — fyrir þá, sem kunna að fara rétt með þær. (Veturinn, tíminn og nýár- ið ganga hægt út. Börnin standa

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.