Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 28

Vorið - 01.06.1949, Blaðsíða 28
66 VORIÐ EVA BERGGREN PÉTUR HINN HUGPRÚÐI Einu sinni var borg, þar sem húsin voru svo há og göturnar svo þröngar, að fólkið sá aldrei upp í heiðan himininn og vissi varla, livernig sólin leit út. Umhverfis borgina hafði verið reistur ramgerður múr. Hár var hann til þess, að enginn gæti kom- izt yfir hann og breiður var hann til þess að enginn gæti farið gegn- um liann. En þrátt fyrir það voru borgarbúar ekki ugglausir. Þeir óttuðust óvini, sem þeir héldu að byggju utan borgarmúranna og þess vegna breikkuðu þeir múrana ár frá ári, svo að bæjaxlandið minnkaði stöðugt. Á múrnum voru fallbyssuturnar og úr þeim var hlunkað nokkrum skotum öðru hverju til að skjóta óvinunum al- mennilega skelk í bringu. Þarna í borginni bjó klæðskeri, og hann átti strák, sem hét Pétur. upp teygja sig og takast í hend- ur). FYRSTA BARNIÐ: Gott og far- sælt ár. * ANNAÐ BARN: Gleðilegt nýár! (Tjaldið.) Viktoria Guðmundsdóttir þýddi úr sænsku. Pétur klæðskerans ólst upp eins og öll önnur börn í borginni. Hanu lék sér með þeim á götunum og hvorki hann né þau höfðu nokkru sinni séð fugl, blóm eða tré. Þegar Pétur stálpaðist, fór hann stundum einförum og dreymdi dagdrauma. Hann fór að brjóta heilann um það, hvernig væri útlits hinum megin við borgarmúrinn og hvernig óvinurinn mikli liti út. Aldrei fréttist neitt um hann. Og dag nokkurn spurði Pétur föður sinn, hvort hann vissi nokkuð um óvininn. „Já,“ svaraði faðir hans. „Utan við borgina er stórt fjall, og í fjall- inu býr hroðalegur risi, sem drepur alia, sem verða á vegi hans.“ En drengurinn var ekki ánægður með svarið. Hann fór út á götu og spurði fyrsta borgarann, sem hanrt mætti, um þetta sama. „Já,“ svaraði borgarinn. „Borgin liggur í miðjum skóginum, og í honum búa tólf hræðilegir úlfar, sem rífa í sig hvert kvikindi, sem þeir ná í.“ Pétur var engu ánægðari með þetta svar. Hann spurði alla, sem hann liitt, og fékk alls staðar óltk svör. Loks gekk hann meðfram múrnum og spurði hermennina í

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.