Vorið - 01.06.1949, Page 29

Vorið - 01.06.1949, Page 29
VORIÐ 67 fallbyssuturnunum, en vai'ð einslus vísari, því að hann fékk sitt svarið í hverjum turni. Einn góðan veðurdag fór Pétur í sparifötin og kembdi hárið á sér upp úr vatni, og það munaði minnstu, að veslings klæðskerinn, faðir lians, fengi slag, þegar Pétur sagðist ætla að fara upp í höllina og tala við kónginn. „Guð varðveiti mig, drengur!“ sagði klæðskerinn. „Hvað þarft þú að segja við kónginn?" En Pétur vildi ekkert segja um erindið, heldur labbaði beint til kóngsins og spurði hann sörnu spurningar og alla aðra. Kóngurinn klóraði sér í höfðinu, svo að kórón- an ýttist aftur á hnakka, og svo sagði hann — til þess að standa ekki uppi alveg eins og glópur: „Já, sko til, óvinur okkar, það er ógurlegur ormur, sem hefur snúið sig í marga hringi utan um borgar- múrinn, og enginn sleppur lifandi hingað inn, og enginn sleppur lif- andi liéðan út.“ Nú liafði Pétur spurt alla borgar- f>úa, allt fvá götusópurunum til kóngsins, og alls staðar fengið ólík svör. Og nú var hann öldungis viss um eitt: það, að utan við borgar- tnúrana áttu þeir enga óvini! Pétur fór til bezta vinar síns og sagði honum, að hann væri hættur að trúa því, að nokkrir óvinir væru úinum megin við múrinn. En það hefði Pétur ekki átt að gera, því að svo bar við, að hann gerði eitthvað, sem vini hans mislílcaði, og þá fór illa fyrir Pétri. Vinurinn var reiður og sagði nú hverjum, sem hafa vildi, að Pétur klæðskerans liefði sagt, að allir borgarbúar væru skíthræddir við óvin, sem hvergi væri til, nema í ímyndun þeirra. Veslings Pétri var varpað í fang- elsi. Ekki bjargaði það honum, að hann gat sannað, að enginn hafði heyrt þennan óvin eða séð. Sízt batnaði mál hans við það, að allir borgarbúar lentu í háa rifrildi vegna þess, að hver bar öðrum á brýn lieimsku og fáfræði um óvin- inn mikla. Þeir voru þó sammála um eitt: það, að Pétur klæðskerans skyldi deyja. Það var meira að segja lítil refsing fyrir öll þau vandræði, sem liann hafði komið af stað. Pétur var dæmdur til dauða. Nú stóð svo á, að enginn böðull var til í borginni, og þess var held- ur engin Jrörf, því að hér var notuð góð og einföld aðferð til að taka menn af lífi. Borgarhliðið var bara opnað, og svo var veslings dauða- dæmdi maðurinn rekinn út í löng göng, sem lágu gegnum hinn þykka hringmúr umhverfis borgina. Þetta var mesta skelfingarhola, og eng- in ljósglæta gaf til kynna, hvar þau opnuðust hinum megin. Og nú stóð Pétur í göngunum, og að baki honum var hliðið, harð- læst. Hann þreifaði fyrir sér og

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.