Vorið - 01.06.1949, Side 39

Vorið - 01.06.1949, Side 39
VORIÐ 77 Vorið mitt og lesa það, eða hvað finnst ykkur, sem lesið það? Svo kveð ég þig, kæra Vor, með beztu þökk fyrir skemmtunina á síðastliðnum vetri. Og alla kaup- endur Vorsins, með ósk um gleði- legt sumar. Dana S. Arnar, 14 ára. * Kæra Vor! Ég er ein af kaupendum þíns ágæta blaðs „Vorsins“, og þykir mér það ágætis félagi, að grípa það til lestrar við og við. Að vísu er ég orðin 16 ára, en ég ætla samt að kaupa blaðið áfram. Ég mun kann- ske senda ykkur einhvern tíma smá- sögur til birtingar í blaðinu. Ég er skáti, en ekki í stúku. Ég ætla samt aldrei að bragða áfengi og neyta ekki tóbaks. Nú ætla ég að senda ykkur botn við vísuna í 1. blaði þessa árgangs: syngja um fagran sólskinsdag, • sem að vari lengi. (Rúna). Við, sem kaupum „Vorið“ hérna 1 Húsavík, höfum ágætan útsölu- oiann, Sigurð Gunnarsson, skóla- stjóra. Mér þykir helzt að „Vor- úiu“, að það kemur sjaldan. Því uraður vill fá vor sem oftast. Ég hef þá ekki meira til að bæta við þetta bréf. Og kveð ég þá „Vor- xð“ með þessari vísu: Gangi „Vori“ gott í hag, gæfan um það sitji,, lifi blaðið langan dag, ljóðin beztu flytji. (Rúna). Ég heiti nú réttu nafni Anna Sigrún Jónasdóttir. Pabbi minn heitir Jónas Jónasson og er kallað- ur Flateyjar- Jónas. Svo bið ég ykk- ur að taka ekki hart á skáldskapn- um. Og verið þá marg-blessaðir. Anna Sigrún Jónasdóttir, Húsavík. * KISAN MÍN Ég átti kött, sem hét Soffía. En hún er dáin núna. Einn morguninn vaknaði ég við voðalegt mjálm úti á svölum. Ég stökk út úr rúminu og út í glugga. Þá sá ég, hvar kisa stendur á aftur- fótunum og fjórir kettir fyrir fram- an hana. Ég kalla á Soffíu, en hún kemur ekki. Ég skildi ekkert í þessu, af því að hún var vön að' koma, þegar ég kallaði á hana, Svo stóð ég þarna lengur og horfði á kisu og hina kettina, þangað til allt í einu, að kisa mín ræðst á einn svartan kött. Og mér er að verða nóg boðið, og ég kalla aftur á kisu mína, og þá loksins kom hún, og svarti kötturinn ætlaði að koma á eftir, en ég flýtti mér að loka glugg-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.