Vorið - 01.06.1949, Page 42

Vorið - 01.06.1949, Page 42
80 VORIÐ 15. Björn J. Sigfússon (13—14), Hvammi, Þistilfirði. 16. Guðlauig Benediktsdóttir (12), Lambeyri, Eskifirði. 17. Sigríður Hrólfsdóttir (11—13). Sveinunn- arvík, Þistilfirði. 18. Svava Stefánsdóttir (11—12), Grund, Rauf- arhöfn. 19. Bragi Björgvinsson (15—17), Höskulds- staðaseli pr. Breiðdalsvík. GAMAN og ALVARA Ásta litla er þriggja ára. Hún er á ferð í Stokkhólmi og ekur í sporvagni með for- eldrum sínum. Hún talar hátt um allt, sem hún sér, alveg eins og heima. Mömmu henn- ar leiðist þetta og segir: ,.Ásta, talaðu ekki svona hátt.“ En fólkið í vagninum brosir, þegar hún hvíslar hljóðlega: „Mamma, ætlar pabbi að fá sér blund?" —o— Eftirfarandi samtal fór fram milli Gerðar, fjögra ára, og ömmu hennar. Gerður: „Amma, kannt þú að hjóla?“ Amma: „Nei.“ Gerður: „Hvað ertu gömul?" Amma: „Sextíu ára.“ Gerður: „Ef ég kaupi reiðhjól, sem er eins gamalt og af sér gengið eins og þú, geturðu þá hjólað á því?“ —o— Steini litli, fimm ára hnokki, hafði heyrl mikið talað um loðskinn og loðfeldi. Einn dag stendur hann hjá mömmu sinni. og nuddar kinninni við beran handlegg hennar og segir: „En hvað þú hefur mjúkt skinn, mamma. Er það e k t a?“ —0— VORIÐ í Timarit fyrir börn og unglinga. ! i Kemur út í 4 heftum á ári, minnst ! ! 40 síður hvert hefti. Árgangurinn ! > kostar kr. 8.00 og greiðist fyrir 1. maí. ! i Útgefendur og ritstjórar: j ( Hannes J. Magnússon, Páls Briems- i i götu 20, Akureyri, og ! i Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstræti ! i 12, Akureyri. ! j Prentverk Odds Björnssonar h.f. < Lalli átti að fá að fara skemmtiferð með smábarnaskólanum, sem hann gekk í. Þegar mamma hans spurði, hvort lnin mætti koma með, svaraði hann: „Nei, þú mátt ekki koma með, mamma, því að kennslukonan sagði, að ferðin væri farin til að skemmta okkur." —o— Kári: „Átt þú hvorki systur né bróður, Hrólfur?" Hrólfur: „Nei, ég á hvorugt." Kári: „Það var leiðilegt. Þá hefur þú eng- an til að berjast við, þegar þú ert heima." —o— B r ó ð i r m i n n. Trúboði nokkur mætti einu sinni lítilli stúlku, sem bar bróður sinn: „Þú hefur þunga byrði að bera í dag,“ sagði hann. „Nei, svaraði hún, „það er bróðir minn." TIL LESENDANNA. Kaupendur á Akureyri eru beðnir að snúa sér lil Eiríks Sigurðssonar með allt varð- andi ritið, en kaupendur utan Akureyrar eru beðnir að senda greiðslu og allt annað til ritsins til Hannesar J. Magnússonar. Enn eru margir, sem ekki hafa greitt fyrir siðast- liðið ár (1948). Gjörið svo vel og sendið grciðslu tafarlaust og væri þá gott að greiða yfirstandandi árgang (15. árg. 1949) ura leið.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.