Vorið - 01.06.1953, Side 4
42
V O R I Ð
ég man næstum ekki, hvernig
hann er útlits.
EIRÍKUR: Er hann í Ástralíu?
FRÆNKA: Já, og hann á þar
geysimiklar jarðeignir og i'jölda
fjár.
FINNUR: Æ, þangað hefði mig
langað til að fara.
EIRÍKUR: O, jrað munar svo sem
ekki mikið um hvern sauðinn.
FINNUR: Já, þar er ekkert fyrir
þig, því að mér hefur skili/t, að
liann hafi enga bolakálfa.
FRÆNKA (hlær hjartanlega).
EVA: Að hverju ertu að hlæja,
frænka, finnst þér strákarnir svo
skemmtilegir?
FRÆNKA: Ég verð svei mér að
hlæja.
EIRÍKUR: Sástu kannske sjálfa þig
í speglinum, frænka?
FRÆNKA: Séð mig sjálfa í speglin-
um, hvað áttu við?
EIRÍKUR: Jú, fyrst þú verður að
hlæja, þá hlýturðu að hafa séð
eitthvað skrítið og skennntilegt.
FRÆNKA: Æ, skelmirinn þinn, ég
skal svei mér jafna um þig.
LÍSA (þjótandi): Vitið þið nú hvað.
Marteinn frændi kemur hingað.
FRÆNKA: Hingað, núna?
LÍSA: Já.
EIRÍKUR: Hvar er hann þá núna?
FINNUR: Er hann hérna fyrir ut-
an?
LÍSA: Nei, það veit ég ekki,
mamma hefur fengið bréf; í því
stendur, að liann ætli að koma.
FRÆNKA: Já, hann hefur alltaf
verið nokkuð sprettharður, en —
MÓÐIRIN (kemur): Hugsið ykkur
bara, Marteinn frændi er að
koma, viljið þið bara heyra. (I>es
bréfið): Blessuð og sæl, öll saman.
Þið verðið líklega liissa á bréfinu
því arna, en ég er að hugsa um að
koma heim, og ég býst við að
verða kominn til ykkar jrann 17-
þessa mánaðar. Ég er búinn að
selja jörðina mína og ætla nú að
setjast að heima á gamla Fróni
fyrir fullt og allt. Ég var fyrst að
velta fyrir mér, hvert ég skyldi
snúa mér, en Jrað eruð nú þið,
sem eruð nánustu skyldmennin,
svo að ég nrun þá koma til ykkar,
sé ég á annað borð vclkominn.
Og svo hef ég líka hugsað mér að
skipta því, sem ég hef handa rriilh
með þeim, sem ég mun dvelja
lijá. Þið eigið líka svo skemmti-
lega krakka, að ég held ég hiki
ekkert við þetta, en áður en ég
samt ákveð þetta til fulls — lang-
ar mig fyrst til að kynna mér lítið
eitt, hvernig allt er umhorfs hjá
ykkur. Þið verðið bara að heita
mer því, að gera ekki neitt mn-
stang mín vegna, og vera ekki
með neitt auka vafstur og þess
háttar, en — jæja, jæja, ég skal
senda ykkur nánari fréttir uffl
það, hvenær ég muni koma. Ég
kem með flugvél. Líði ykkur nú