Vorið - 01.06.1953, Side 8

Vorið - 01.06.1953, Side 8
46 VORIÐ óefað að fara að lijálpa eitthvað til. Ass, að þvo og sulla, það er nú það allra versta. Það gerir svo ljótar á manni hendurnar. EVA: Auðvitað. Komdu bara og flýttu þér. (Báðar út.) FRÆNKA (kemur inn): Eva og Lísa, þið verðið að koma og hjálpa okkur — en — eruð þið ekki hérna. (Kallar.) Eva, Lísa! Nei, auðvitað þotnar burtu, eins og vant er. Æ, þetta unga fólk. (Sezt ráðþrota niður við borðið, rekur augun í tízkublaðið.) Nei, sko bara indæla kjólinn þann arna. Hann ætla ég að fá. Frændi hefur nóga peninga, og ég fæ eflaust einn slíkan hjá hon- um, ef ég bara skjalla dálítið við hann. (Stendur upp, lyftir kjóln- um ofurlítið og sveiflar sér á vals- spori fraru á gólfið) Lífið er nú samt ofurlítið indælt og tr-la-la- la. (Raular ekkjuvalsinn.) MÓÐIRIN (kemur inn): En hvað í ósköpunum er hér um að vera? FRÆNKA: Hvað þá? MÓÐIRIN: Hvað þá? Þú hefur þó vonandi ekki fengið sólstungu? FRÆNKA: Sólstungu? MÓÐIRIN: Já, maður gæti helzt haldið það eftir látlnagði þínu að dæma. FRÆNKA: O, sei-sei, nei, en ég hef l'engið dálítið annað. Eg hef rek- ið augun í ljómandi fallegan kjól. MÓÐIRIN: Kjól, og hvað? FRÆNKA: Jú, líttu bara á, líttu á þennan hérna, er hann ekki glæsilegur? Seztu niður og at- hugaðu hann rækilega. MÓÐIRIN: Bull og vitleysa, við megum ekki vera að þessu. — Jú> annars, sannarlega er hann fall- egur. (Sezt niður og fer að blaða 1 tízkubókinni.) — Og líttu bara á þessa skínandi fallegu kápu hérna, o — nei, hún er þó sannar- lega glæsileg. FRÆNKA: Já, finnst þér ekki. Fg vona, að Marteinn frændi gefi okkur svona kápu. MÓÐIRIN: Hm. Þú segir það, frænka. l'RÆNKA: Já, nú skulum við svei mér kaupa. Frændi hefur nóga peninga, og fáum við þá ekki hja honum, þá — — — MÓÐIRIN: Hvað þá? FRÆNKA: Þá segjum við bara, að við séum svo algerlega í kápU' hraki. MÓÐIRIN: Já, en------ FRÆNKA: Vertu nú róleg. Mér er sent ég sjái sjálfa mig í kjólnum þeim arna, og þig í kápunni. MÓÐIRIN: Nei, nú verðum við að fara, en hvar eru börnin? FRÆNKA: Já, börnin, ég var nú einmitt að líta eltir þeim, en þau eru auðvitað horlin tit í veður og vind, eins og vant er, þegar a þeim þarf að halda MÓÐIRIN: Jæja, jæja, við verðnni ^ þá að komast af án þeirra.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.