Vorið - 01.06.1953, Síða 24

Vorið - 01.06.1953, Síða 24
62 V O R I Ð gera sér körfu í fjóshlöðunni, uppi undir mæni við suðurstafninn. En þangað var helzt engum fært nema fuglinum fljúgandi, minnsta kosti ekki kisu. Þetta vakti óskipta gleði á bænum og hrifningu. Doddi uppgötvaði þetta fyrstur. Auðvitað linnti hann ekki látum fyrr en pabbi hans hjálpaði honum að flytja stiga r'it í hlöðuna. Fjögur egg. Svo urðu þau 6. Pínulítil, ljósdröfnótt maríerlu- egg í fagurlega gerðri körfu úr fjciðrum og sinu og dún og hross- hári og ull og ég veit ekki hverju og hverju. Listasmíði, og svo mjúk og hlý og voðfelld. Þar vtesir ekki um litlu börnin, þegar þar að kemur. En það var kisa. Þessa dagana rölti hún úti við og var óhamingju- söm. Það leynir sér ekki, þegar kisa á erfitt í lífinu. — Mjá, sagði hún og geiflaði munninn í sorg sinni, skaut upp kryppu og sperrti skottið. — Mjá! Greyið kisa. Hún fann engin einustu ráð að klófesta þessa feitu og fallegu smá- fugla. Þarna spcika þeir sig tístandi og syngjandi á öllum mögulegum stöðum rétt við nefið á henni. En hafa aldrei þann Irið, að hægt sé að krækja í þá. Það er ergilegt. Það er eins og þeir hafi augun alls stað- ar og vari hvorn annan við aðsteðj- andi hættum. Mjá! En bráðum koma 6 fuglabörn í körfuna við fjóshlöðustafninn. ög börn eru ekki eins varkár og þeir fullorðnu. Það veit kisa. En það veit líka fólk. Þess vegna var kisa greyið gerð óskaðleg áður en fjölgaði og lokuð inni í búri. Þangað voru henni færðar vistir, auðvitað. Greyið kisa! Sumarið er komið í öllu veldi. Það byrjar með vori venjulega. Nú hefur verið hlaupið yfir þann þátt- inn. Lífið hlær. Hamingjan brosir við gróanda, lifandi dýrum og mannsins barni. Nú sitja allir sól- armegin um stund — að undantek- inni kisu, máske, sem hneppt er í fangelsi. En má hún ekki sjálfri sér um kenna? Hver veit um það? Hver er kom- inn til að dæma um það? Hún er nú gerð eins og hún er gerðoghefur víst ekki sjálf skapað sjálfa sig. Greyið kisa! „Hvað hefur þú á hægri hönd, þegar þú siglir inn Eyjafjarðinn?“ „Fimm fingur,“ svaraði einn gárung- inn í bekknum. Kennarinn: „Getur þú nefnt sex dýr, sem lifa í kuldabeltinu?“ Nemandinn: „Fjóra ísbirni og tvo seli.“ Skóladrengur hringdi einn morgun til skólastjórans og segir með dimmum rómi: „Ég óska eftir að fá að hafa son minn heima í dag, hann er ekki vel frískur." Skólastjórinn: „Við hvern tala ég?“ Drengurinn: „Við föður minn.“

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.