Vorið - 01.06.1953, Qupperneq 32

Vorið - 01.06.1953, Qupperneq 32
70 V O R I Ð En livað Berta saknaði mömmu sinnar. Nú Iiafði Iiún enga til að flýja til, engan til að þurrka tárin og hugga sig. Hún ætlaði að vera svo góð, þegar mamma hennar kæmi heirn, ekki að liafa á móti því, ef mamma bað hana að fara í sendi- ferð, eða kenna Karli um, þegar hún gerði eitthvað ljótt. — En hvað það var undarlegt, að meðan mamma var heima, liafði hún aldrei hugsað um, hvað hún var alltaf góð. V. Berta og Inga sátu úti á tröppun- um, héldu um hálsinn livor á ann- arri og spjölluðu saman. „Bara að mamma fari nú að koma,“ and- varpaði Inga og potaði fingrinum í stóra gatið á sokknum sínurn. María hafði sagt, að hún gæti stoppað það sjálf. Nú sat hún hér, starði á gatið og hugsaði um mönnnu sína. Það var ekkert gaman heima nú orðið. — Berta kinkaði kolli til samþykk- is. Hún var mjög hugsandi á svip- inn. „Eg held, að við ættum að skrifa langt bréf til mömmu. Ég á aura fyrir frímerki í aurabauknum mínum.“ Þær flýttu sér inn. Og þegar María kom inn í borðstofuna með ryksuguna til að gera hreint, sátu systurnar livor með sitt bréf. „Við erum að skrifa mömmu," sagði Berta. Augun neistuðu af ákafa. „Við höfum skrifað henni, að þú sért ströng og viljir ekki hjálpa okk- ur og að við höfum fengið vatns- graut í miðdegismatinn tvo undan- farna daga.“ ,,}æja,“ sagði María og byrjaði að hreinsa til rneðan hún jafnaði sig- Hún fékk sting í h jartað, þegar hún sá löngu bréfin systranna. Hún var eina barnið, sem ekki hafði enn sknfað mömmu sinni. Hún hafðt aðeins skrifað kveðju á bréf pabba síns og afsakað sig með önnum. Og víst hafði hún haft nóg að gera. Hún hafði aldrei fyrr verið eins þreytt á kvöldin, og þó var allt í drasli. Hún vissi ekki, hvar hún ætti að byrja og hvar að enda, og ef hún bað hin börnin að hjálpa sér, urðu þau önug og afundin. Gegn vilja sínum varð Maríu oft hugsað til þess, hvort mamma hennar ætti líka svona erlitt. Voru þau ekki líka löt, þegar mamma þeirra bað þau að hjálpa sér? Innst inni vissi hún, að nákvæmlega eins og þau voru við hana,. voru þau við móður sína. Hún var svo afundin, ef hún var beðin nokkurs. Eitt andartak fann hún til sárrar iðrunar. En hún barði hana niðttr. Hún óttaðist iðrunina og það, senr kynni að fylgja henni- „Þegar þið eruð búnar, getið þið farið l'ram í eldluisið og burstað skóna, sem Iiggja þar í einni dyngju,“ skipaði hún, lil að losna við þessar lutgsanir. „Ég hef beðið Hrólf um það þrisvar sinnum, en hann hefur ekki gjört það. Hann

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.