Vorið - 01.06.1953, Qupperneq 38
76
V O R I Ð
það Lækjardetta. Svo leitaði pabbi
allan næsta dag, og daginn þar á
eitir hitti hann Jón frænda minn í
Villingadal. Hann kom svo að leita
líka og Ingibjörg dóttir hans, sem
er hálfu öðru ári eldri en ég. Hólm-
fríður mamma hennar kont líka.
Svo fór ég með pabba og mömmu
minni. Við dreifðum okkur um
ljallið og leituðum. Al.lt í einu kall-
aði mamma hennar Ingu:
,,Fundin!“
Við hlupum þá öll til hennar.
Þar var þá Lækjardetta niðri í holu,
og var orðin svöng. Jón dró hana
upp úr, en þá gat hún hlaupið. Hol-
an var líka þurr. Svo gengum við
G út á Jarðfallskletta, á móti Vill-
ingadal, þar tíndum við Inga kræki-
ber og létum þau velta eftir hjarn-
fönn, en bræðurnir, pabbi og jón,
fóru að velta steinum fram af
hömrunum og niður í gil þarna lyr-
ir neðan. Það var gaman. Svo skild-
um við þarna, og allir fóru heim til
sín. En nú er ég hrædd um að Lækj-
ardetta fari að detta ofan í aftur, Jrví
að ég held, að hún sé ósköp óaðgæt-
in. Það er samt ekki vást að hún
deyi, Jrví að nú heitir luin Ófeig.
Torfufelli 18. apríl.
Sigfríður L. Angantýsdóttir, 8 ára.
AÐ SÆ.KJA REKSTUR.
Það var einn morgun í október,
að ég var vakinn snemma og mér
var sagt, að ég ætti að fara að sækja
fé yfir í næsta hrepp. Mér var feng-
inn stráktittur til fylgdar, sem
lljörn hét. Við fórum inn á næsta
bæ, sem hét Fannadalur. Þar slóst
strákur með í förina, sem hét Örrt.
Síðan héldum við áfram. Eftir 2
stunda gang komum við á bæinn,
sem féð var á.
Þar var okkur boðið inn, fengum
við Jrar kaffisopa, og svo fórum við
að draga teð. Það voru 12 kindur.
Síðan héldum við af stað með hóp-
inn. Þegar við vorum komnir nokk-
uð áleiðis fór einn hrútur að drag-
ast aftur úr og þurftum við að bera
hann og draga. Svona héldum við
enn áfram um stund, ]xí sáum við,
að maður kom á rnóti okkur. V.ið
þekktum strax manninn. Það var
karlinn, sem átti lnútinn. Hann
heilsaði okkur og síðan fór hann að
hjálpa okkur. Við rákum féð fram
hjá bænum, þar sem Örn átti heima.
Þá kvöddum við hann og þokkuð-
um f'yrir hjálpina. Síðan héldum
við álram og heim.
Og lýkur svo Jressari skemmtilegu
rekstrarferð.
Gunnlaugur Ormstunga.