Vorið - 01.09.1954, Síða 15
V O R I Ð
93
hún sendi þegar eftir vesalings
bóndanum.
— Þú hefur verið uppi í himnin-
um? — spurði hún.
— Já, víst var ég þar, og ég hef í
hyggju að komast þangað aftur, en
ég get ekki fundið leiðina. —
— iÞú hefur líklega ekki af til-
viljun fundið son minn? — spurði
konan.
— Ojú, það gjörði ég reyndar.
Það mun hafa verið pilturinn, sem
lá á bak við ofninn allan daginn. —
— Ó, vesalingurinn! — mælti
frúin. — Honum hefur verið kalt.
Viltu nú ekki vera svo vænn og færa
honum þessa skyrtu, og þennan
gullpening. Biddu hann svo að
kaupa sér eitthvað, sem hann van-
hagar mest um. —
— Það er mér sönn ánægja —
sagði bóndinn. Og svo hélt hann
leiðar sinnar með skyrtuna og pen-
ingana.
Litlu eftir að bóndinn fór, kom
maðurinn, sem átti húsið og kon-
una, heim. Kona hans sagði honum
nú, hvað við hafði borið, og að hún
hefði sent syni sínum skyrtu og gull-
pening.
— O — þetta heimska kvenfólk!
— hrópaði maðurinn. — Hefur
nokkur maður heyrt þess getið, að
fólk hafi hrapað niður frá himn-
um? Nú fer ég af stað á eftir þessum
fugli, sem hefur logið ]rig svona
fulla. Og sá skal nú fá duglega
ráðningu! —
Hann söðlaði því næst hest sinn
og lagði af stað á eftir bóndanum.
Bóndinn hafði lagt sig fyrir við veg-
arbrúnina skammt fyrir utan bæ-
inn. Hann hafði vafið skyrtunni ut-
an um gullpeninginn og breitt svo
jakkann sinn ofan á allt saman. Þeg-
ar hann kom auga á manninn, sem
kom ríðandi á fleygiferð, sópaði
hann þurru laufi og grasi yfir skyrt-
una og lagði síðan hattinn sinn þar
ofan á.
— Hefur þú séð mann með lítinn
böggul fat'a hér fram hjá? — spurði
maðurinn.
— Já, hann stefndi til skógar og
var að flýta sér — sagði bóndi. —
Hefur hann gjört eitthvað af sér? —
Komumaður skýrði nú frá,
hvernig farið hefði verið með konu
sína.
— Þetta er skammarlegt, — sagði
bóndinn. — En hlustaðu nú á: Þú
ert orðinn dálítið slitinn dg þreytt-
ur. Nú skal ég elta þrjótinn, en þú
getur hvílt þig hér á meðan. Ég
geymi þarna mjög sjaldgæfan fugl
undir hattinum mínum, og ég vildi
ógjarnan missa hann. —
— Já, ég get setið hér litla stund,
— sagði maðurinn. — Af því að þú
hefur séð þrjótinn, verður léttara
fyrir þig að finna hann og hand-
sama.
Þegar hann hafði þetta mælt, fór
hann af baki og rétti bóndanum
taumana.
— En þú mátt ekki fyrir nokkurn