Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 30
108
V O R I Ð
betur. Það heyrðist hrikta í hjólun-
um, og þegar augun fóru að venjast
myrkrinu, mátti óljóst. sjá kistu-
hlaðann rugga fram og aftur á vagn-
inum.
Eitt sinn þurfti að opna stórt
hlið, til þess að vagninn kæmist
áfram, og eftir það lá vegurinn yfir
graslendi, og hallaði nú undan fæti.
Litlu seinna sást móta fyrir ein-
hverju dökkleitu framundan, liægra
megin við veginn.
„Þarna er nú húsið,“ sagði
manima. „Ég skil ekki, hvers vegna
hún hefur lokað hlerunum."
„Hver? Hvaða hún?“ spurði Ró-
berta.
„Það er konan, sem ég var búin
að biðja um að hjálpa okkur. Hún
átti að gera húsið hreint, setja hús-
gögnin á sinn stað og sjá okkur fyrir
kvöldverði."
í kringum húsið var lágvaxinn
múr, en tré fyrir innan.
„Þetta er nú blómagarðurinn,"
sagði mamma.
Vagninn ók áfrarn meðfram
múrnum, unz hann var kominn að
húsabaki, þar ók hann yfir steinlagt
hlað, og nam loks staðar við eldhús-
dyrnar.
Hvergi sást ljós i nokkrum
glugga.
Nú var farið að berja að dyrum,
en enginn kom til dyra.
Maðurinn, sem var með vagninn,
sagðist búast við, að frú Vinev væri
farin heim.
„Sjáið þér til,“ mælti liann.
„Lestin var orðin á eftir áætlun.“
„En hún hefur lykilinn að hús-
inu. Ilvað eigum við að taka til
bragðs?"
„Hún hefur' sjálfsagt lagt hann
undir dyraþrepið," sagði ökumað-
urinn, „það gera menn oft hér um
slóðir."
Hann tók ljóskerið af vagninum
og skyggndist undir dyraþrepið.
„Já, alveg rétt, lrérna er lykill-
inn.“
Síðan opnaði hann dyrnar, gekk
inn og setti ljóskerið á borðið.
„Hafið þér kerti?“ spurði hann.
„Ég veit ekki um nokkurn hlut,“
sagði mamma, og var nú meira von-
leysi í rödd hennar en nokkru sinni
áður.
Maðurinn kveikti á eldspýtu. Það
stóð kerti á borðinu og kveikti hann
á því. Við kertisbjarmann sáu börn-
in stórt og tómlegt eldhús með
teingólfi. Engin tjöld voru fyrir
higgunum. Eldhúsborðið að
stóð á miðju gólfinu. Úti í
einu liorninu stóðu nokkrir stólar,
og í iiðru horni lágu pottar, pönn-
ur, leirílát o. s. frv. Enginn eldur
brann í eldavélinni, aðeins köld,
grá aska var í svörtu eldhólfinu.
Þegar ökumaðurinn sneri sér við
til þess að fara út, er hann var bú-
inn að ganga frá farangrinum,
heyrðist eitthvert skrjáfandi hljóð,
sem virtist koma út úr húsveggnum.