Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 35
V O R I Ð
113
hjúkrunarkonan liélt báðum hönd-
um um höfuðið, og saumaskapur-
inn var búinn jafnskjótt og hann
byrjaði. Eyjólfur æmti hvorki né
skræmti. Hann roðnaði aðeins í
kinnum og gretti sig ofurlítið, með-
an á aðgerðinni stóð. Það mátti
ekki tæpara standa, að tár kæmu
fram í mín augu, en þá varð mér
litið á liendur Eyjólfs. Þær voru svo
krepptar, að hvítnuðu hnúarnir.
Mér komu í hug frásagnirnar af
Ani hrísmaga, Gunnlaugi Orms-
tungu, Gretti og fleiri fornköppum,
sem brugðu sér hvorki við sár né
bana, og mér virtist skyldleikinn
við Eyjólf litla ótvíræður.
Að þessu loknu létum við öll í
ljós aðdáun okkar yfir stillingu
drengsins. Við gátum ekki annað,
enda byrjaði læknirinn sjálfur. Ég
man glöggt, að hann sagði: ,.Þessi
drengur er hetja.“
Svo bætti hann við nokkrum vel
völdum gamanyrðum, til að fá okk-
ur öll ti! að brosa. Það tókst. Hann
vissi livers við þurfti. Það var nefni-
lega ekki allt búið enn.
„Heyrðu, vinur minn,“ sagði
hann nú. ,,Þig langar auðvitað til
að ég geri vörina þína jafngóða?
Náttúrlega. F.n þá verð ég að taka
eitt nálspor í hana. Hvernig lízt þér
á það?“
Ekki æðraðist Eyjólfur við jaessar
fréttir, en spurði með nokkrum erf-
iðismunum: „Verður það nokkuð
verra en hitt?“
„Nei, áreiðanlega ekki,“ flýtti
læknirinn sér að segja. Og svo beið
fullhuginn rólegur meðan bogna
nálin var þrædd aftur. Allt gekk
jafnvel og hljóðalaust, sem í hið
fyrra skiptið.
Það var víst, meðan verið var að
þræða í seinna skiptið, sem læknir-
inn spurði Eyjólf (meðal annars,
sem hann alltaf var að rabba við)
hvað hann langaði til að verða.
„Flugmann," sagði snáðinn og lét
ekki bíða eftir svarinu.
„Það er rétt. Þeir þurfa að vera
kaldir og ákveðnir, og harðir í skall-
ann,“ svaraði læknirinn.
Þegar þessu var öllu lokið og béi-
ið að leggja litla flugmanninn upp
í legubekkinn fyrir ofan mig, kall-
aði læknirinn á skólastjórann til að
skvra honum frá því hve vel þetta
hefði gengið. Síðan var hinum
drengjunum tilkynnt. að þeir
mættu koma inn. Skoðunin héldi
nú áfram.
Eyjólf hef ég ekki hitt síðan, en
ef hann skyldi lesa jressa frásögn, Jaá
vil ég þakka honum innilega fyrir
síðast og j^að fordæmi, sem hann
gaf við þetta tækifæri. Kannske eig-
um við eftir að hittast í flugvélinni,
þar sem hann heldur um stýrið.
J. Ó. Sæmundsson.