Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 32

Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 32
110 VÖRIf) Sólmyrkvinn. «• Eitt af þeim náttúrufyrirBrigð- um, sem menn óttuðust mjög áður fyrr, en vita nú full deili á, er sól- myrkvi. Hann stafar af því að tunglið á leið sinni umhverfis jörð- ina, þegar það er statt milli jarðar og sólar, varpar skugga á sólina, svo að hún hverfur. En hvernig má það vera, að tunglið geti skyggt á sólina, þar sem það er miklu minna en sól- in? Skýring á því er sú, að þvermál sólar er 400 sinnum stærra en tungl- ið, en sólin er 400 sinnum lengra í burtu en tunglið. Þess vegna getur tunglið hulið alla sólskífuna, þegar sólmyrkvi er. Sólmyrkvinn frá 30. júní sl. var mikið rannsóknarefni vísinda- manna víða um heim. Hér á landi sást hann bezt af Suðurlandi. Þar var almyrkvi á sól í rúma mínútu. A Norðurlandi var skýjað og sást hann því ekki eins vel. En rökkur og kuldi færðist yfir og færðist deyfð yfir allt líf. Meðan almyrkv- inn stóð yfir var sólin svört í bók- staflegri merkingu, en út frá sólinni geislaði í allar áttir. Margt fólk var á Skógásandi undir Eyjafjöllum og sá þessa ævintýralegu og undur- fögru sjón. i

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.