Vorið - 01.09.1954, Side 28

Vorið - 01.09.1954, Side 28
106 V O R I Ð Emma frænka leit svo á, að börn- in gætu séð um sig sjálf, enda gáfu þau sig lítið að henni. Þau vildu lreldur vera hjá vinnukonunum. Það var skemmtilegra. Eldhússtúlk- an söng fjörugar vísur, ef hún var í góðu skapi, og stofustúlkan gat — þá sjaldan hún var glöð — klakað eins og hæna, sem ætlar að fara að verpa, eða gefið frá séð hljóð, eins og þegar tappi þrýstist úr flösku, og hún gat líka mjálmað eins og kettir, sem eru að rífast. En aldrei sögðu vinnukonurnar þeim neitt um það, hvað komið liefði fyrir, þegar ókunnu mennirnir fóru burt með pabba. En þær gáfu oft í skyn, að þær gætu sagt frá ýmsu, ef þær vildu, og það var nærri því ennþá verra. Dag nokkurn bar svo við, >að Pét- ur litli setti fulla vatnskönnu við dyr einar, er hann vissi að Rut þurfti að ganga urn. Rut varð bál- vond, sló Pétur og sagði: ,,Ef þú bætir ekki ráð þitt, þrjót- urinn þinn, þá endar það með því að þú lendir þar, sem hann faðir þinn er núna, það get ég sagt þér." Róberfca sagði mömmu sinni þetta, og daginn eftir var Rut látin fara. Einu sinni þegar mamma kom heim, háttaði hún undir eins og lá í rúminu í tvo daga. Læknirinn kom og börnin læddust á tánum um húsið, og voru mjög sorgbitin. En loksins kom mamma þó niður einn morgun til morgunverðar. Hún var ákaflega föl, en reyndi þó að brosa til barnanna, er hún sagði: „Nú er allt komið í lag, börnin mín! Við flytjum nú úr þessu húsi og förum að búa uppi í sveit í 1 jóm- andi snotru, hvítu húsi. Ég er viss um ,að ykkur þykir ganran að vera þar.“ Næstu viku var mikið að gjöra að ganga frá öllu, sem átti að flytja, ekki aðeins fötum, eins og þegar þau ferðuðust niður að sjónum, heldur einnig stólunr og borðum og alls konar húsgögnunr, sem allt þurfti að vefja með pokastriga og lrálmi; sönruleiðis gólfábreiðum, rúmfötum, 1 jósastjökum, eldhús- áhöldum o. fl. o. fl. Húsið líktist einna helzt lrús- gagnaverzlun. En börnin voru í sjö- unda himni. Mamma lrafði ákaflega mikið að gjöra, en þó ekki svo mik- ið, að hún gæfi sér ekki tíma til að tala við þau, og meira að segja að lesa fyrir þau. „Ætlarðu ekki að fara nreð þetta?" spurði Róberta, og benti á nrjög skrautlegan skáp, er allur var lagður skelplötu. „Við getunr ekki tekið allt nreð okkur," sagði mamma. „Ég held að við tökum allt það lé- legasta með okkur," sagði Róberta. „Við veljum nytsömustu lrlut- ina,“ svaraði mamma. „Við leikum fátæklinga, svolítinn tíma, lambið mitt.“ Þegar búið var að ganga frá öll-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.