Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 31

Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 31
V O RIÐ 109 „Æ, hvað er þetta?“ hrópuðu litlu stúlkurnar. „Það eru aðeins rottur,“ sagði maðurinn, og fór leiðar sinnar og lokaði dyrunum. En af súgnum við það slokknaði ljósið. „Ó,“ sagði Fríða. „Ég vildi óska, að við hefðum aldrei farið hingað," og í sama bili velti hún einum stóln- um um koll. „Aðeins rottur," endurtók Pétur í myrkrinu. „En hvað litlu mýsnar urðu hræddar," sagði mamma. „F.g held að það hafi ekki verið rottur.“ Hún hafði nú fundið eldspýtnastokkinn og kveikti aftur á kertinu. „Gott og vel,“ sagði hún. „Þið ltafið oft verið að óska, að eitthvað óven julegt bæri við. Nú eruð þið að fá óskir ykkar uppfylltar. Finnst ykkur þetta ekki vera nógu líkt æv- intýri. — Ég bað frú Viney að kaupa dálítið af brauði, smjöri og kjöti og hafa kvöldmatinn tilbúinn banda okkur. Ég vona, að hún hafi l'agt á borðið í borðstofunni, við skulum koma þangað. í borðstofunni var ennþá dimm- ara en í eldhúsinu, því að þar voru veggirnir hvítir, en dökkir í borð- stofunni, og þvert yfir loftið voru gildir, dökkir bitar. Dálítið af íyk- Ugum húsgögnum stóð þarna á víð og dreif. Þarna var borðstofuborðið og stólarnir, en enginn matur var sjáanlegur. „Við skulum leita í hinum her- bergjunum," sagði mamma, og alls staðar fundu þau húsgögn, eldhús- áhöld og alls konar furðulega hluti, — en engan mat. „Þetta er ljóta kerlingin,“ sagði mamma, „hún befur farið með pen- ingana, en ekki skilið eftir neinn mat banda okkur." „Eigum við þá ekki að fá neinn kvöldmat?“ spurði Fríða, ákaflega vonleysisleg á svipinn, og steig um leið ofan á súpudisk, sem auðvitað brotnaði. „Jú, jú,“ sagði mamma, „við þurfum bara að komast í einn stóra kassann, er settur var niður í kjall- arann. Fríða, gáðu að hvar þú stíg- úr niðurl Pétur! Þú getur haldið á Ijósinu fyrir mig.“ (Framhald). Faðir og sonur.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.