Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 29

Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 29
V O R I Ð 107 um þessum farangri, og þjónar, naeð bláar svuntur, voru búnir að • hlaða honum á stóran flutnings- vagn, hreiðruðu litlu stúlkurnar, fflamma og Emrna frænka um sig í gestastofunni, þar sem öll fallegu húsgögnin voru, en Pétur var látinn sofa á legubekknum í dagstofunni. „Þetta er gaman,“ sagði hann, er hann hringaði sig saman á legu- bekknum. ,,Ég vildi óska að við flyttum okkur einu sinni í hverjum mánuði.“ Mamma hló. „Þess vildi ég nú ekki óska,“ sagði hún. „Góða nótt, Pétur minn.“ Þegar hún sneri sér frá Pétri, varð Róbertu litið á andlit hennar, og því gleymdi hún aldrei. „O, mamma,“ sagði hún viðsjálfa sig, „en hvað þú ert; hugrökk! Ó, hvað mér þykir vænt um jaig. Að hu gsa sér, að þú skulir vera svo sterk að geta hlegið, þegar þú ert svona hrygg.“ Næsta dag var raðað niður í ferðakisturnar, hverja á fætur ann- arri, og síðari hluta dagsins kom vagn til þess að flytja bæði fólk og Carangur á járnbrautarstöðina. Éirtma frænka fylgdi þeim til stöðv- arinnar og veifaði til þeirra, þegar Carið var af stað. í fyrstu skemmtu börnin sér við það, að horfa út um gluggana, en þegar dimmt var orðið, fóru þau að verða syfjuð, og ekkert þeirra vissi hve lengi þau höfðu ferðast með járnbrautarlestinni, þegar þau vöknuðu við það, að mamma ýtti blíðlega við þeim og sagði; „Vaknið nú, börnin mín, nú er- um við komin á ákvörðunarstað- inn.“ Þau vöknuðu köld og stúrin, og skulfu af kulda úti á vagnstöðvar- pallinum, meðan farangur þeirra var fluttur af lestinni. Síðan fór gufuvagninn blásandi og stynjandi af stað aftur og dró alla lestina á eftir sér, þar til börnin sáu allt hverfa út í myrkrið. Þel ta var fyrsta lestin, sem börnin sáu á þessari járnbraut, sem átti eft- ir að verða þeim svo kær. Þau vissu þá ekki, hve fljótt járnbrautin átti eftir að verða miðdepillinn í binu nýja lífi þeirra. Þau skulfu af kulda og óskuðu í hjarta sínu, að leiðin til nýja heimilisins væri ekki mjög löng. Nefið á Pétri var kaldara en hann mundi til, að það hefði orðið nokkru sinni áður. Hattur Róbertu var allur í ólagi, og Fríða dró skó- reimarnar. ,,Komið,“ sagði marnma. „Við verðum að ganga. Hér er enginn vagn.“ Vegurinn var bæði blautur og dimmur. Börnin voru alltaf að hrasa um steinana, og einu sinni datt Fríða ofan í forarpoll, og varð að draga hana vota og vesæla upp úr. Engin ljósker voru við veginn, sem allur lá upp í móti. Farangursvagninum gekk ekki

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.