Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 2
106 B J A R M I að skyldurækni og allri framgöngu, bæði sem prestur og maður. Mælti aldrei æðruorð, nje kvartaði undan byrðum lífsins, sem voru þó oft þyngri en fjöldinn hugði. Hjá frels- ara sínum fjekk liann styrk og hug- svölun. Hann var sanntrúaður og ágætur kennimaður. Hann var í einu orði sagt: Ijós, sem lýsti skærl og hlýtt hjer á Akranesi í 35 ár«. Jarðarförin fór fram 1. júní. Síra Einar Thoilacius í Saurbæ flutti hús- kveðjuna, biskupinn og síra Kristinn Daníelsson fluttu ræður í kirkjunni, en Sumarliði Halldórsson flutti kvæði. Við gröfina llutti Pelrea Sveinsdóttir kveðju frá Templurum og fermingar- börnum prófasts, en Þorsteinn Jóns- son á Grund flutti kvæði. Hjer birtast 2 erindi úr kvæði Sumarliða Halldórssonar: Pú baðst oss að vaka og vinna í víngarði frelsarans. Pví ant var pjer um að hlynna að ungu blómunutn hans. Pú elskaðir mest hina ungu, og ætíð þeim rjettir lið. Hjcr siðast með litrandi tungu þú talaðir ungmennin við. Pó ei varst að æðrast nje kvarta urn erfiði’ á lífsins braut. í sál þinni sólskinið bjarta, þjer sykraði hverja þraut. Með hugprýði byrðarnar barstu, og brostir með dauðasár. En blíður og viðkvæmur varstu — Guð vissi einn um þín tár. Bænarstef. Himnafaðir hjálp rnjer veittu hjartans kvíða sefa nú, sárri hrygð í blessun breyttu bið jeg þig i von og trú; enn þú hjáipa megnar mjer, mannleg aðstoð þrotin er, gegnum myrkrið sorgar svarta sýn mjer dýrðarljós þitl bjarta. Rannveig Jngibjörg Sigurðardóltir. Frá Grænlandi. fFramh.]. Pað voru meir en lítil vonbrigði fyrir Hans Egede, að hitta tóma heiðna Skrælingja á Grænlandi, en verða hvergi var afkomenda hinna fyrri Grænlendinga, sem hann hafði búist við að geta talað við. Tunga Skrælingjanna1) var honuin ókunn með öilu, og enginn túlkur fáanlegur. Mál þeirra er samsteypu- mál, atkvæði og orðstofnar seltir saman í eitt orð, þar sem önnur mál hafa heilar selningar?2) »Faðir vor« byrjar svo á grænlensku: atátarpul kilangmiussutit. I trúarlegu og siðferðislegu tilliti voru Skrælingjar á harla lágu stigi. Að sönnu trúðu þeir að til væri skapari alheimsins, en þeir töldu hann afskiftalausan um hagi mann- anna, og því varð ekki vart við bæn nje lofgjörð hjá þeim. Trú þeirra var tóm hjátrú og hræðsla við illa anda. Andlegu leiðtogarnir, eða öllu heldur særingamennirnir (»angakokkar«), voru mestu misendismenn. Lauslæti var afarmikið (eins og víðasl meðal heiðingja), fjölkvæni, konuskifti og »lampa-slökkvileikur« var alment. I vetrarkofunum var brælt svo mikl- um grút, að heimilisfólkið — oft ^ eða 3 fjölskyldur — sat þar nærri nakið, þótt stórhríð væri úti. Þegar góður gestur hafði matast, voru grútarljósin alt í einu slökt, svo gest- urinn skyldi ekki vera feiminnH Má nærri geta, hvernig Hans Egede 1) Sá þjóðflokkur byggir norðurströnd Ameríku og norðausturslrönd Asíu. Indi' ánar kölluðu þá fyrslir Eskimóa (»þc*r sem jeta hrátt kjöt«). Sjálflr kalla þc*r sig Innuit (»manneskjur«). Hvíla menn kalla þeir gavdlunaq (»likur manniO' 2) »Mig langar til að búa jnjer til kai*1' sopa«, er á grænlensku: kavfiliorniarun*' agaluorpunga!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.