Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 4
108 B J AR M I kyr fyrsl uin sinn; enda átti hann þá marga vini meðal Grænlendinga, sem buðust til að veiða seli og fisk honum lil uppeldis. Árið eftir (1732) fjekk hann þær fregnir að Kristján VI. hefði sjeð sig um hönd — líklega fyrir fortölur Zinsendorfs greifa — og mundi nú slyrkja kristniboð betur en fyr. En með sama skipi kom skæð bóluveiki lil Grænlands. Grænlenskur drengur, sem farið hafði með Páli syni hans til Danmerkur, kom með veikina. — Fólkið var alt óbóluselt og dó un- vörpum, fangarnir dóu allir, og urðu ekki harmdauða Grænlendingum, en jafnframt hrundu Eskimóar niður, um 300 fjölskyldur umhverfis Góðvon, og samtals um 3000 manns alls á Grænlandi dóu úr bólunni á einu ári. Aldrei kom ósjerplægni og dugnað- ur þeirra hjóna, Hans og Gertrúðar, belur í Ijós en þetta liörmungarár. Nætur og daga fóru þau kofa úr kofa til að hjálpa og hugga tóku öll munaðarlaus börn, sem þau náðu til, og grófu líkin sem enginn vildi hirða um. »Svo fórnfúsan kærleika höfurn vjer aldrei fyr sjeð«, sögðu lieiðingj- ar, og elskuðu þau og virtu upp frá því sem foreldra sína. Við margan banabeð kom og í ljós að vitnis- burður þeirra hjóna hafði ekki verið jafnárangurslaus og þau höfðu áður haldið. Deyjandi fólk bað um skírn og fól sig þeim Guði, er ælti svo góða lærisveina. Var það mikil upp- hvatning í eríiðleikunuin. Árið 1735 komu þrír kristniboðar frá Bræðrasöfnuðinum í Herrnhút í Þj'skalandi til Grænlands. Var Krist- ján Davíð, nafnkunnur afturhvarfs- prjedikari, fyrirliði þeirra. Egede tók þeim ve), og þau hjónin stunduðu þá ágætlega, er þeir veiktust í ból- unni. En samt varð ekki af neinni samvinnu. Egede fanst þeir ekki vera »nógu rjetttrúaðir«, en þeim þótti hann tala alt of lítið um fórnardauða Krists og kölluðu hann »óendurfædd- an prest«. Þyngst var þó, að úr þessu fór heilsu konu hans óðum hnignandi, hafði ofboðið heilsunni við hjúkr- unarstörfin, en ekki vildi hún hverfa úr Grænlandi. Var þeim hjónum mikill fagnaðarauki að Páll sonur þeirra kom nú aftur að afloknu há- skólanámi, og gerðist kristniboði. Hann kunni grænlensku ágætlega, »betur en nokkur útlendingur fyr og síðar«, segja sumir — og í öllum grænlenskum íþróttum var hann jafn- oki Eskimóa, er drjúgum studdi álit hans. Gertrúd Rask andaðisl 21. des. 1735, Iagðist þá maður hennar af söknuði og hugsýki, en náði þó aflur trúaröruggleik sínum við stöðuga bænrækni. — Vorið eftir llutti hann kveðjuræðu sína og notaði þá að texta orð Jesajasar: »Jeg hefi þreyd mig til einskis, eylt krafli mínum ti' ónýtis og árangurslaust; samt sem áður rjeltur minn er hjá Drotni og laun mín hjá Guði mínum. (Jes. 49, 4.) — Er auðsætt af því að hann miklaðist ekki af árangrinum, enda komu ávextirnir flestir síðar í Ijós eins og oft er um starf brautryðjenda. Prjú börn hans og lík konu hans var »aleigan«, sem hann flulti meó sjer frá Grænlandi. »Jeg fór ekki til Grænlands lil að græða fje«, skrifa1' hann í dagbók sína, »og fer þaðan ekki í gróðaskyni. Einasla augnamió mitt og hjartans ósk er dýrð Guðs og upplýsing þessa fáfróða fólks«. Að áeggjan hans var stofnsettm grænlenskur kennaraskóli í Kaup' mannahöfn, var hann þar skólastjoN til 1747 og gerður »biskup Gr*P" lands«. Hann andaðist 1758 hjá dótt' ur sinni í Stubbeköbing.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.