Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 12
116 BJARMI hættuð að trúa mjer — — jeg má ekki hugsa lil þess. En getur það ekki komið fyrir? Jeg veit ekki. En jeg flnn það, að hjer lifi jeg ekki glaðan dag úr þessu, fyrst tortryggnin er vakin; hún er eins og iskaidur gustur, og jeg er svq kulvís. Pelta er víst þrekleysi mínu að kenna. En jeg ræð ekki við það. Pess vegna vil jeg fara burt, þangað sem enginn þekkir til mín, og enginn getur haft ástæðu til að rengja mig. Mig langar til að verða góður og nýtur maður. Jeg vona að Guð hjálpi mjer tii þess. Og jeg bið yður um að biðja fyrir mjer, eins og þjer haflð gert svo oft. Ef mjer gengur vei, læt jeg yður vita, ef ekki, þá verð jeg samt það sem jeg er núna, yðar ólánssami — en þakkláti Brandur«. »VeslingurinnI« sagði síra Gunnar, þegar hann var búinn að lesa brjefið, og rödd hans titraði af sorg og gremju. »Ætli hann komi ekki aftur?« sagði Bjög með hálfum huga. »t*að hefi jeg enga von um«, svaraði bróðir hennar fremur stuttur í spuna. »það er varasamt, systir góð, að fylla flokk þeirra sem dæma fólk án þess að ihuga rækilega hvad þeir eru að gera. Og særðar sálir eru viðkvæmar. Hann vildi svo feginn bæta úr brotum sínum og gerði alt sem hann gat til þess að gleyma því sem liðið var, það var þess vegna ófyrirgefan- legt að minna hann á það. Þú veist að vorkuldinn er bitur, og vinnur nýgræðingnum tjón. Pað var vortími í æfinni hans. Langur og strangur vetur var nýliðinn hjá, þess vegna þurfti hann svo mjög á nær- gætni og yl að halda, — vorblíðu systir mín. Jeg var orðinn svo von- góður um að það tækist fyrir hon- um, að snúa sjer til fulls frá því sem illt er, og eignast Guðs frið. Og það fór þá svona! Það eru svo margar tálsnörur lagðar við fætur vesalings unglinga, sem leiðbeiningarlitlir eru á ferð um hjarn lifsins, og þeim er svo hælt við að villast og hrasa«. Síra Gunnar gekk fram og aflur um gólfið, og var auðsjáanlega í ákafri geðshræring. En Björg systir hans sat hljóð, og hlýddi á mál hans. Henni skildist það betur en áður hvers virði glötuð tækifæri eru. — Nokkrum dögum síðað, var Björg að róta í dragkistu sem stóð i stofu þeirri er Brandur hafði sofið í. Varð henni all felmt við, er hún finnur 50 krónu seðilinn, hann hafði ýtst með efstu skúffunni og falist á bak við hin hólfin. Bjögu setti hljóða, svo skundaði hún inn á skrifstofu bróður síns, og sýndi honum hvað hún hafði fundið. »Það gleður mig«, sagði hann, »að Brandur hefir fengið fulla uppreisn. Jeg efaðist að visu ekki um sakleysi hans, það var mjög auðsjeð á svip hans og lálbragði. Og vel væri, ef þetta gæti orðið viðvörun gegn því að vera of skjót til að fella dóm yfir öðrum. — — Veslings ungi vin- ur minn, það er eina bótin að Guð gleymir þjer ekki«. Fyr og nú. Fagridalur friðsæll var íyr, sem barn eg undi þar, fögur ilmsæt blóm hann bar í brekkunum sínum fríðu. Sat jeg þar hjá silfurlind sólin gylti fjallatind fjarri heim, með sorg og synd, sæl í vorsins blíðu. Nú öldruð stend á andans sjónarhól og yflr forna horfl jarðlífs braut, þar oft mjer brosti unaðsbliða sól en einnig marga reyna varð jeg þraut. Nú fram undan jeg friðar eygi lönd þar fögur kærleikssól um eilífð skín, mig bára dauðans ber að þeirri strönd er brotnar veika lífsins ferjan min. Rannveig lngibjörg Sigurðardúllir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.