Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 9

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 9
B JARMI 113 sem við ber, staðfesting á fagnaðar- erindi Jesú Krists. Hver sem lýtur sannleikanum í Jesú Kristi, verður blessuð staðfesting þess, að fagnaðar- erindið getur geflð þeim, sem trúa, Guðs-friðinn, andans þrótt og eilífðar- vonina; — en hver sem þrjóskast gegn fagnaðareiindi Krists, verður sönnun og staðfesting á þessum orðum postulans: að evangelíið verður þeim, sem glatast, ilmur af dauða til dauða (2. Kor. 2, 16), og hver sem á mök við það, er ritn- ingin nefnir: „hinn breytilega kenning- arþyt“, mun verða sorgleg sönnun þeirra orða hins gamla fagnaðareiindis, að þeim, sem ekki vilja tiúa sannleik- anum, sendir Guð megna villu“ (2. Þess. 2, 11.—12). í þeim skilningi er alt, sem skeður, sönnun fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists. Heimsstyrjöldin t. d. var sönnun, því fagnaðarerindið segir, að það sem mað- urinn. (og þjóðfjelagið) sáir, það muni hann og uppskera — og svona fór það; vjer sáðum hernaðaranda, valdapólitík og efnishyggju — og uppskeran varð heimsstyrjöld! Hafl menn að eins augu til að sjá með, er alt, sem skeður, staðfesting á fagnaðarerindinu, og spiritisminn lika. Því skal heldur eigi mótmælt, að spiritisminn er í enn ann&ri merkingu sönnun fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists, nefnil. að svo miklu leyti, sem hinir sjerkennilegu, æðri sálarkraftar, sem andatrúin hefir stuðlað að, að leiða fram í dagsljósiÖ, hafa vafalaust haft mikla þýðingu í kraítaverkum biblí- unnar — en jeg get ekki farið frekar út í þá sálma að þessu sinni. En eigi þetta, að spiritisminn á undravorðan hátt staðfestir fagnaðar- erindið, að skiljast þannig, að hin spiri- tisku fyrirbrigði — og sjerstaklega boð- skapur „andanna" — styrki beinlínis og staðfesti aðal-kjarnann í Kriststrú kirkjunnar og biblíunnar — þá er hjer annaðhvort að ræða um óheiðarlega að- feið, eða — og það er líklegra — sönn- un fyrir því, að spiritistar vita alls ekki, hver er innsti. kjarni kristindómsins. Því sannleikurinn er hreint og beint sá, að hvað anda og innihald snertir, er spiritisminn ekki staðfesting á hinu gamla fagnaðarerindi, heldur útþynt og vatnsdauf uppsuða af fagnaðarerindinu. Eöa í fám orðum sagt: Það. sem er aðal-atriðið fyrir spiritismanum, það fyrirdœmir biblían; — og pað, sem er aðal-atriðið fyrir biblíunni, pví neitar spiritisminn! Hvað er aðal-atriðið fyrir spiritism- anum? Vafalaust sjálf sú staðreynd, að mennirnir geti nú (samkvæmt fullyrð- ingu andatrúarmanna) komist í sam- band við dánar manneskjur. En sjer- hver tilraun til þess, að setja sig í samband við dána menn, er alvarlega fyriiboðin í biblíunni. í lögmáli Móses lesum vjer: Eigi skal nokkur finnast hjá þjer . . . eða sá, er leiti frjetta af framliðnum (5. Mós. 18, 10—11). — Þetta er fyllilega skýrt til oi ða tekið. Það getur máske orkað tví- mælis, að hve miklu leyti biblían fyrir- býður að aðspyj ja dána menn — af því að það sje mögulegt, en syndsamlegt; eða af því að andasæringar sjeu ómögu- legar, og því árangurslausar; — en sú staðreynd ætti ekki að orka tvímælis, að það er fyrirboðið. Og eigi er heldur ástæða til þess, að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að Sál leitaði þá fyrst til galdrakonunnar í Endor — til þess að spyrja anda Samúels — þegar andi Guðs var vikinn frá honum; og að sá Júdakonungur, sem skipaði særinga- menn (Manasse konungur) er einmitt óguðlegastur allra Júdakonunga, og það er sagt um hann, að hann að hafðist margt það, sem ilt er í augum Drottins (2. Kon. 21, 6). í biblíunni eru því allar tilraunir til þess, að leita frjetta af framliðnum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.