Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 10

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 10
114 B J A R M I vitanlega brennimerktar þannig, að þær sjeu ósamrýmanlegar lífinu í Guði. Og beri menn það fyrir sig, að alt öðru máli sje að gegna með Nýja testamentið, þó þetta standi í Gamla testamentinu, og að Jesús hafl þar sjálfur mök við Móses og Elías, sem eru dánir, þá svörum vjer því þannig: í fyrsta lagi er það iýðum Jjóst, að það var ekki Jesús, sem særði þá fram Móses og Elías á „dýrðar-fjallinu". í öðru lagi er allur þessi viðburður svo einstæður og þess eðlis, að hann getur ekki orðið oss að fyrirmynd — og í þriðja lagi, og það er áherslu-atriðið, fyrirbýður Jesús sjálfur öll mök milli lifenda og dauðra. — í frásögninni um ríka mann- inn og Jjazarus, vísar Jesús bæn ríka mannsins á bug, er hann biður um, að Lazarus verði sendur til eftirlifandi bræðra sinna. „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki heldur láta sannfærast, þó einhver rísi upp frá dauðum" (Ijúk. 16, 31). —fetta er svo augljós skírskotun til opinber- unar Guðs — og svo augljós neitun á sjerhverri tilraun til þess, að öðlast nokkuð æðra og betra með því, að hafa mök við framliðna — sem hugs- ast getur. En þegar málið horfir nú þannig við. Þegar það, sem er aðal-atriðið fyrir spiritismanum, sjálft sambandið við framliðna, er fyrirboðið og fyrirdæmt í biblíunni, hvernig geta menn þá sagt, að andatrúin staðfesti hið gamla fagn- aðarerindi? Og svo bætist þetta við: Það, sem er aðal-atriðið í fagnaðarjerindi biblí- unnar, því neitar spiritisminn. Þungamiðjan í fagnaðarerindi biblí- unnar er í stuttu máli þetta: að það varð syndafall í mannheimi, svo að nú erum vjer allir syndarar gagnvart Guði; að bak við syndafailið stendur vondur freistari; að .Tesús ICristur, Guðs ein- getinn sonur, hefir unnið oss fullkomið frelsi með þjáningu sinni og krossdauða; að vjer verðum að tileinka oss gjöf hans í einlægri trú — annars glötumst vjer, ef vjer höfnum gjöf Guðs í Jesú Kristi — Ómótmælanlega eru þetta í stuttu máli aðal-atriðin í hinu gamla fagnaðarerindi. En takið eftir því, að andatrúin neitar hverju einu einasta af þessum aðal-atriðum. — Það getur að vísu verið nokkur mismunur á „boð- skap andanna", en þar er líka mikið sameiginlegt, og það sameiginlega er einmitt neitun þess, sem er aðal-atriðið í kristindóminum. fFramii.]. Hjá Dönum — og oss. [Nlðurl.]. ---- Alþýðu- eða gagnfræðaskólar Dana nefnast háskólar eða lýðháskólar og eru mjög með fyrirlestra sniði. Fylgja þeir fiestir stefnu Grundtvigs. Eitt blað þeirra nefnist og »Háskólablað- ið«, er ræðir allmjög kenslumál, líkt og Skólablaðið bjá oss. Má óhætt segja að Danir starfa allmjög að því að mennta alþýðu manna eftir því, hve margir þessir svo kölluðu »há- skólar« eru, og er því að líkindum að mentun almennings sje þar í góðu lagi. Eflirtektavert er að enn á sjer stað í Danmörku að aðstoðarprestar sjeu kennarar við barnaskóla, en slíkt þykir nú goðgá hin mesta hjer á landi, bæði fræðslumálastjóra og þar af leiðandi stjórninni, en þetta er eitt af því, sem alþýða manna hjer á landi á bágt með að skilja, þar sem prestar hafa verið aðalfröinuðir barnafræðslunnar hjer á landi, svo öldum skiftir, alt fram á þessa öld. Og að minnsta kosti fæ jeg ekki sjeð, að heppilegra sje að láta presta fást við búskap, sem tekur upp æ meiri og meiri tima og er enn meiri erfið-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.