Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 13

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 13
B J ARMI 117 Prestar á þingi. Fyrrum voru prestar fjölmennir á þingi. Skal þar fyrst fræga telja þá prófastana síra Halldór Jónsson á Hofi og síra Hannes Stephensen á Ytra-Hólmi. Þá skal og af liandahófi tilnefna þá síra Eirík Kúld í Stykk- ishólmi, síra Guðmund Einarsson á Kvennabrekku, síra Þórarinn og síra Jens presta í Görðum, síra Arnljót á Sauðanesi, síra Jakob á Sauðafeili, síra Sigurð Gunnarsson eldra, á Hall- ormsstað, síra Jón sagnfr. Jónsson á Stafafelli, sira Svein í Ásum, síra Þorkel á Reynivöllum, síra ísleif i Arnarbæli, sira Eirík á Stað í Hrúla- firði, síra Einar á Desjarmýri, síra Benedikt í Múla o. fl. Af núlifandi prestum sira Eirík prófessor Briem, forseta sameinaðs þings, sira Magnús á Gilsbakka, forseta neðri deildar, síra Pál í Vatnsfirði, sira Sigurð í Flatey, síra Hálfdán á Sauðárkróki, síra Einar á Hofi, síra Björn á Dvergasteini, síra Sigurð Gunnarsson, síra Ólaf fríkirkjupresi, síra Eggert Pálsson og síra Kristinn á Útskálum, forseta sam. þings. Yfirleitt má segja um alla þessa presta, að þeir hafi setið á þingi sjer til sóma og ælt- jörð sinni til gagns og heilla í mörg- um greinum. En á síðari árum hefir prestum stórum fækkað á þingi, og loks var svo komið á þinginu i fyrra, að þar álti einungis sæti af öllum preslum landsins, hinn málsnjalli Vigurklerkur, þangað til nú, að hinn ungi og efnilegi dócent síra Magnús Jónsson bættist við og má vænta góðs af þeim hæfileikamanni, ef lion- uin auðnast að sitja þar til lengdar, sem óskandi væri. Margir tala um, að þinginu bafi hnignað i seinni tið, mörg máttlaus flokksbrot, valdagræðgi, bitlingasýki, virðingarleysi. Veldur þar um stefna eða rás tímans. Mörgu því gamla og góða er varpað fyrir borð, en sumir nýir siðir, verri þeim fyrri, teknir upp. Nokkuð kann og lijer um að valda val þingmannanna. Jeg er í engum efa um, að það er skaði fyr- ir þjóðina, að hafna preslum á þing. Enn í dag eru flestir prestar búsettir í sveit og þó launakjör þeirra hafi nokkuð verið bælt með hinum nýju launakjörum, er svo enn sem fyr, að prestar líða og verða að líða, — einir af öllum embættismönnum lands- ins — súrt og sælt með alþýðunni, og afkonia prests er enn að mestu undir því komin, livernig búskapur- inn gengur. Þeir að nokkru leyti sem mentaðir bændur. Því miður er ekki hægt að segja hið sama um nærri alla bændur, er í seinni tíð hafa setið á þingi, sem um þá presta er á þingi liafa verið, enda ekki við því að búast, þegar þess er gælt, hve miklu lærðari prest- ar eru og þess vegna viðsýnni og því miklu betri hæfileikum búnir á mörg- um sviðum. Það væri því engum efa undir orpið að það væri mikill ávinn- ingur fyrir þing og þjóð, að fækka bændum en fjölga prestum á þingi, þó jeg tali hjer líklega ekki það, sem »fjö!dinn« vill heyra eða játa, og jeg búist heldur ekki við, að sú breyting verði nú sem stendur, þar sem presta- stjettin hefir verið látlausu lasli og níði borin af mörgum skáldum þessa lands, og mýmörgum öðrum, er í þeirra fótspor haía fetað bæði í ræðu og riti. Nálega liver skáldsaga fór niðrandi orðum um prest, þó þetta sje reyndar heldur að minka í allra síðustu tíð. Við þessu hafa prestar almenl þagað, sem lömb til slátrun- | ar leidd, eða ekki viljað virða þetta

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.