Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 8
112 6JARMI fyrir andlegum áhrifum frá spiritism- anum, en gátu ekki fundið þar hvíld til lengdar —- og enduðu með því, að eignast hið gamla fagnaðarerindi Jesú Krists. En ef menn gera sig ánægða með það, sem spiritisminn sjálfur, trú- arlega skilið, getur boðíð og veitt, þá munu menn að lokum reka sig á það, að það eru steinar fyrir brauð —, eða það, sem er enn verra. Og þá er jeg kominn að því, sem jeg ætlaði að leggja sjerstaka áherslu á hjer í kvöld. Jeg viðurkenni, að spiri- tisminn getur á vissan hátt örfað trú- arþrá mannsins, og kailað á hana — en jeg mótmæli því mjög ákveðið, að spiritisminn geti boðið trúarþörf manns- ins það, sem hann þráir og þarfnast í innsta og dýpsta eðli sínu. III Spiritisminn heflr ríka tilhneygingu til þess að segjast vera — annaðhvoit „nýtt, timabært fagnaðarerindi" — eða „ný, dásamleg sönnun á hinu gamla fagnaðarerindi". Nýtt, tímabært fagnaðarerindi! Það er latið heita svo frá hlið andatiúar- manna, að nú sje mannkynið að vakna til meðvitundar um sjálft sig — eftir „hina löngu steinöld". Trúarjátning- arnar — leyfar fornrar trúar — sjeu nú að molast sundur og hrynja; nú getum vjer ekki framar bygt trú vora á arfleifð frá feðrunum og á tilfinning- um, heldur á skynseminni; og vegna þessa nýja fagnaðarerindis stöndum vjer nú í „árdagsljóma sögunnar". Vissulega getur þetta alt látið fagur- iega í eyrum, og varpað ayki í augu auðtrúa manna, en kristilega skoðað verðum vjer liiklaust að vísa á bug allri hugsun um nýtt fagnaðarerindi. Að vera kristin manneskja er það, að hafa lifað það og reynt, að náðin og sannleikurinn er í heiminn komin með Jesú Kristi; og þá vitum vjer einnig að fagnaðarerindi Jesú Krists er æðsta stig allrar opinberunar. Pví eins og að ekki getur í geimnum neinn hærri stað en hvirfildepilinn (zenit), þannig er heldur ekki í heimi andans neinn sannleikur, sem er æðri en sannleikurinn! Vjer vísum á bug sjerhverri hugsun um nýtt fagnaðarerindi (evangelium), og vjer gerum það meö góöri samvisku, af því að fagnaðarerindi Jesú Krists hefir regnst oss sannieikur; og vjer gerum það með biblíulegum rjetti; því þegar Páll postuli segir: „Ef nokkur boðar yður fagnaðarerindið öðruvísi en þjer hafið á móti því tekið, hann sje bölvaður" — þá sýnir það, hve ljóst höfundum bibliunnar er það, og hve santifærðir þeir eru um það, að opin- berunin í Jesú er á enda kljáð og full- komnuð — og vjer gerum þetta með sögulegum rjetti, því að það hefir stöð- ugt endurtekið sig í sögunni, að alt, það, sem var latið heita „nýtt fagnaðar- eiiudi", hefir verið sem gras, sem stóð i dag, en á morgun var í ofn kastað. Vjer höfum ekki skifti á fagnaðar- erindi, sem hefir staðist allar eldraunir í 2000 ár, og dægur-fyrirbrigðum. En þá hljómar annarsstaðar úr her- buðum spiritista: Það er einmitt ný, dasamleg sönnun fyrir hinu gamla fagnaðarerindi, sem vjer spiritistar fær- uín yður; og sem kristnir menn getið þjer ekki verið því mótfallnir; þjer ættuð heldur að vera oss þakklátir. Með anda-fregnum höfum vjer sannað ódauðleika sálarinnar; með anda-holdg- un höfum vjer gert skynsömum mönn- um mögulegt að trúa á upprisu Krists; vjer höfum varpað Ijósi yfir spádóma biblíunnar og eðli kraftaverkanna, með öðrum orðum: vjer höfum sannað fagn- aðarerindið! Jæja, skyldi það? Verið gæti, að hjer væru töluverðar hugsunarskekkjur á ferð. í vissum skilningi er náttúrlega alt,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.