Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 5
BJARMI 109 Páll Egede var kristniboði í Græn- landi til 1740, en varð þá að hverfa til Danmerkur vegna augnveiki, þoldi ekki snjóbirtuna. En alla æfi studdi hann kristniboðið, sneri nýja testa- mentinu á grænlensku (prentað 1766), handbók presta, Eftirbreylni Krisls eftir Thomas frá Iíempis, samdi græn- lenska orðabók, málfræði o. fl. Hann varð 1741 prestur við Vartovkirkjuna í Khöfn og kennari við grænlenska skólann, prófastur Grænlands 1758 og biskup 1779. Hann andaðist 1789. Kristniboðið hjelt áfram, þótt þeir feðgar fjellu frá, en þar eð það var rekið á ríkiskostnað og hafði engan truaðan fjelagsskap heima fyrir við að styðjast, var það fjarri því að vera nokkur fyrirmynd. Latir guð- fræðisstúdentar danskir gátu náð sæmilegu prófi, ef þeir lofuðu að fara til Grænlands; aðrir fóru ekki nema þeir fengu loforð stjórnarinnar um »feit« prestsembætti í Danmörku eftir 5—10 ár, og lærðu svo aldrei sæmi- lega grænlensku, sumir alvörugefn- ustu kristniboðarnir gengu alveg í flokk Bræðrasafnaðarins þegar til Grænlands kom. Samt sem áður hafa þó dönsku kristniboðarnir og prest- arnir verið athvarf Eskimóa gegn ójafnaði verslunarstjettarinnar og aðal Uienningarfrömuðir þar í landi. — Og síðustu 20 til 30 ár hafa verið Uokkrir áhugasamir danskir klerkar i Grænlandi. Kristniboðum Bræðrafjelagsins reyndist staríið erfitt, eins og Egede. Eftir 6 ára dvöl (1739) skírðu þeir 1 fyrsta sinn; enda vildu þeir ekki skíra aðra fullorðna en þá, sem þeir sáu alvarlegt afturhvarf hjá. Þeir stofnuðu smámsaman 6 kristniboðs- sföðvar sunnan til á vesturströndinni. [Framh.]. flvers Tirði er andatrúin? Erindi flutt í sönghöll Kaupmannahafnar í nóv. 1920 af C. Skovgaard-Petersen. Jeg ætla að segja yður umsvifalaust og formálalaust þab, sem fyrir mjer vakir í kvöld. Jeg ætla ekki að tala illa um andatrúarmenn. Jeg þekki fremur fáa þeirra persónulega — og það er aldrei ijett að gera stóra flokka af meðbiæðrum sínum grunsamlega — hvern með öðrum. Það er pottur brot- inn í öllum löndum — og sjálfsagt lika hjá andatrúarmönnum. En það eru áreiðanlega einnig ýmsir af andatrúar- mönnum sannfæiðir i þessum efnum (sem trúa þessu). Og þeir af þeim, sem elska sannleikann — enda áreiðanlega með því að flnna sannleikann — og sannleikurinn finnur þá. Jeg ætla því ekki að tala um menn- ina sjálfa, heldur spiritismann, - sem andastefnu, og sjerstaklega þá sem átiúnað. í gærkvöldi var inntak læðu minnar: Aftur til Guðs! Þegar jeg þvi’ spyr um það í kvöld: Hvers virði er andatrúin? Þá á jeg auðvitað við þetta: Hvaða gildi heflr andatrúin sem vegur til Guðs — sem hjálpræðisvegui ? — Fjölda maigir eru á baðum áttum. — Það er styrjöldinni miklu að kenna, að nú æðir andatrúar-farsótt yflr mörg lönd. Og til þeirra manna, sem í þeim efnum eru í vandræðum — ráðþrota' og spyijandi — eru orð þessi sjerstak- lega töluð. Og jeg mætti, ef til vill, hafa leyfi til þess að bæta því við, að jeg veit um hvað jeg er að tala. Fyrir nokkrum áruin eyddi jeg ná- lægt hálföðru ári — með fylstu sam- viskusemi og talsverðri sjálfsafneitun — til þess að kynna mjer rækilega rit andatrúarmanna. Og af því að jeg átti nú að halda hjer ræðu í kvöld, þá endnrnýjaði jeg kunningsskapinn, og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.