Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 16

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 16
120 B J ARMI Bjarma XV. hafa borgað: J. B. Bessastöðum 10 kr. J. Gunnarsson sam- ábst. 10 kr. Sig. J., Maríubakka 6 kr. E. G., Vopnafirði 9 eint. H. S., Leirhöfn 7 eint. H. St., Djúpavog 5 eint. M. P., Hrafna- dal 2 eint. G. P., Raufarhöfn. G. J., Heys- holli. G. E., Bálkastöðum. G. Ó., Hvm. E. E., Nýjabæ. I. St., Rofabæ. M. K. E. S., A. D. J., Vm. G. J., Heiðarbæ. E. M., Haganesvík. Á. N. Langey 14.—15. árg. Fr. Firði 13.—15. árg. E. G., Blöndulilið 7 eint. Á. J., Höskuldsstöðum 12.—15. árg. J. B., Saurum 5 eint. 14,—15. árg. P. G , Hvammkoti 10 eint. S. G., Vm. 1 eint. 10 kr. S. P. Haugi 8 kr. Vestan um haf. í blöðum íslendinga í Winnipeg, eink- um Heimskringlu, hafa verið mikiar deil- ur í vetur um Tjáldbúðarmálið svo nefnda milli safnaðarmanna síra Friðriks heitins Bergmanns innbirðis, Ilefir margt komið í ljós sem áður var þagað ura, og leið- togar nýguðfræðinnar þar vestra síst vaxið við þá bersögli. Voröld, sem kveðst utan- flokka og þeir Stefán Einarsson og Sig. Júl. Jóhanrtesson gefa út, skýrir svo frá 22. mars í vetur:1) »Pegar meiri hluti miðstefnufólksins (þ. e. þeir, sem vildu nema staðar milli eldri stefnunnar og únítaratrúar og kendu sig við nýguðfræði) liafði tapað Tjald- búðarkirkjunni, (söfnuður sira Björns Jónssonar munr hafa keypt liana nú), og únítarar náðu heuni ekki, þá tóku þessir tveir flokkar að bera ráð sín saman. Hef- ir það nú orðið að samningi milli beggja lciðtoga flokkana að Tjaldbúðarsöfnuður- inn og Unitarasöfnuðurinn leggist báðir niður, — mætist á miðri leið með st'efnu sína og myndi einn sameiginlegan söfnuð er fái prest heiman frá ísiandi. Á síra Rögnv. l’jetursson að fara heim í sumar til þess að sækja þrjá presta, ef þeir fást; einn fyrir Winnipeg, einn fyrir Vatna- bygðirnar i Saskatchewan og einn fyrir Nýja-ísland. Á þetta að vera til þess, að safna saman í eilt voldugt kirkjufjelag öllum þeim Vestur-íslendingum, sem ekki ij'ltíj3 gömlum kenningum — en lineygj- ast samt að kirkjulegum fjelagsskap«. Aðrar frjettir segja, að síra Rögnvaldur sje á leiðinni til íslands, og verður fróð- legt að vita hverjir það verða, sem hann getur fengið hjer heima til þess að vcrða kennimenn þessara trúarjátningarlausu samsteypusafnaða: únitara og nýguðfræð- 1) Sviga setningar cru eftir ritstj. Bjarma. inga. Vafalaust fer ekki biskup að vígja guðfræðiskandidata til slíks fjelagsskapar, enda þótt því sje lýst yfir að stefnan (eða stefnuleysið) »sje sama og hjá þjóðkirkj- unni á íslandi«. — Vel metinn Vestur-ís- lendingur sagði nýlega við oss, að i raun og veru væri það móðgun, að búast við aö nokkur lúterskur guðfræðingur færi til þessara safnaöa öðru vísi en sem leið- sögumaður út úr únitara þokunni. Sumir spyrja hvers vegna þeir geti ekki notað »brauðlausu« únítara prestana ís- lensku vestra, sem munu vera 4 eða 5. — Kunnugir géta betur svarað því en vjer, en með fram mun eiga að slá á þjóðernis- strengina þegar farið verður að smala til þessa fjelagsskapar og þá er hentugt að hafa presta frá »gamla landinu«. Sumir leiðtogar Kirkjufjelagsins lúterska eru ekki eins vakandi í þeim efnum og skyldi, þeim finst litlu muna hvort guð- þjónusturnar eru á ensku cða íslensku — og vekja svo tortrygni gegn sjer sem »slæmum íslendingum« er aftur bitnar á kirkjufjelaginu öllu. Vjer erum sannfærðir um að sjerstæði tungunnar varðveitir sjerstæði kirkju- fjelagsins flestu öðru fremur. Pegar hætt veröur að messa á islcnsku í kirkjum Vestur-íslendinga, eru dagar kirkjufjelags þeirra á förum. Pað rennur þá bráðlega saman við eitthvert slærra eða einhver stærri enskumælandi fjelög, ef það ekki deyr af áhugaleysi. Verður það gróði eða tjón í trúarlegu tilliti, er spurning sem reynslan ein getur svarað, en litlar líkur til gróða fyrst um sinn, þótt lifandi kristindómur sje alt of litill í Kirkjufjelaginu. En sársaukalaus verða ekki skiftin, roskið fólk islenskl finnur til, er sj'nir þeirra og dælur kæra sig eklci um prje- dikanir á íslensku. Og oss sem heima sitjum þykir rauna- legt að nú skuli svo komið að meiri hluti fjölmennasta safnaðarins islcnska vestra, 1. lút. söfnuður í Winnipeg, hefir sam- þykt, með litlum atkvæða mun þó, að ár- degismessan skuli vera á ensku. Sú guð- þjónusta hefir jafnan verið miklu lakar sótt en siðdegisguðþjónustan; verður nú fróðlegt að heyra hvort unga fólkið, sem ekki þóttist skilja islensku, sækir ensku mcssurnar, og hlynnir meira að trúinálum eftir en áður. Útgefandi Sigurbjörn Á. Gfslason. Prailsmiðjnn Gutcnberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.