Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 3
B J A R M I 107 hefir litist á, þegar honutn var sýnd- ur slíkur »sómi«. Gestrisni var mikil og fólkið vin- gjarnlegt við ókunnuga, en munaðar- laus börn og gamalmenni sættu verstu meðferð. Þegar skipin voru nj'komin til Góðvonar, hópuðust þangað Skræl- ingjar úr ýmsum áttum til vöru- skifta, en er Norðmenn tóku að reisa hús, hurfu Skrælingjar á brott og urðu hræddir við nýlendumenn. Það lá við að Hans Egede misti kjarkinn, er hann sá hve erfitt var að boða þessum flökkumanna-lýð kristindóm, en konan hans hug- hreysli hann þá, sem oftar. Með trúartrausti og einbeittum vilja tók hann brátt til starfa. Munaðar- laus grænlensk börn, sem hann tók til fósturs, urðu »kennarar« hans í grænlensku. Traust vann hann sjer með lipurð og sanngirni í öllum við- skiftum við Eskimóa, og var þó ekki jafnan hægt um vik, því að honum var falin yfirstjórn verslunar og veiða nýlendumanna, og þeir voru sumir ribbaldar. — Hann bað t. d. einu sinni um að senda vel kristið fólk til Grænlands, og þegar engir fengust til þeirrar farar með góðu, Ijet Dana- stjórn fara með hóp af föngum, sem dæmdir höfðu verið til fangelsisvistar æfilangt; voru teknir jafn margir karlar og konur úr fangelsum, drifnir i hjónaband i flýti, og siglt svo með þá til Grænlands »til að kenna Skræl- ingjum góða siðu«ll Fyrsta árið var erfitt, hvalveið- arnar gengu illa, vistir eyddust, ekk- ert skip kom, og nýlendumenn af- sögðu að dvelja annan vetur í Græn- landi..— Hans Egede sjálfur var far- inn að hugsa lil heimferðar. Kona hans ein kvaðst jafn sannfærð um °g fyr, að Guð hefði sent þau til Grænlands, og að hann mundi vel fyrir sjá. — Loks kom skip frá Björgvin með vistir seinni hluta sum- ars, og varð þá ekkert af brottför- inni. Ári síðar fjekk hann aðstoðar- mann, Top að nafni, og nú voru drengir hans, Páll og Niels, orðnir svo færir f grænlensku, að þeir gátu kent foreldrum sínum. — í ársbyrjun 1725 hjelt H. Egede fyrstu prjedikun sína á grænlensku, en hún var löng og málið slæmt, svo að »söfnuðurinn kvaddi og fór« áður en henni var lokið. Hans Egede var eðlilega barn sam- tíðar sinnar, rjelltrúnaðar tímabilsins; hugði hann að aðalatriðið væri, að frœða heiðingjana vel um öll grund- vallaratriði kristindómsins, en aftur- hvarfsprjedikun sat á hakanum, og voru það því eingöngu fósturbörn hans, sem hann fjekk að skíra fyrstu árin. Ötull og ósjerhlífinn var liann til ferðalaga, frekar en nokkur græn- lenskur prestur er á vorum dögum; þeir ferðast eingöngu á sumrin, eða á hundasleðum á góðum ís á vetr- um; en hann fór í langar vetrarferð- ir á opnum bát, enda var hann margoft í lífshættu, og varð að gista í kofum heiðingja, holdvotur í hempu sinni, því það var siður hans, að vera jafnan hempuklæddur á öllum ferðalögum, »lil að vekja virðingu Skrælingja«. — Særingamenn ofsótlu hann, kendu honum um öll slys og allan ribbaldaskap annara nýlendu- manna, og sátu stundum um líf hans. Versnaði það um allan helming, er fangarnir komu (árið 1728), enda þótt hermenn væru sendir með þeim til gæslu. Verslunarfjelagið gafst upp, svo að Danastjórn varð að sjá um alt sam- an. En þegar Friðrik IV. dó (1730), vildi stjórnin elikert fje leggja til. Sú fregn kom sumarið eftir til Græn- lands, en H. Egede. kvaðst samt verða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.