Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 7
BJARMI 111 aö játa það, að mannasálin sjálf er út- búin með mörgum æðri hæfileikum, sem mennirnir hafa ekki fyr veitt athygli. En nú sannast tilvera þeirra, og þeir gera anda-útskýringuna með öllu, eða nær því öllu, óþarfa. Anda- útskýringin hefir aldrei verið sönnuð til fulls, eða ómótmælanlega; því nær æfinlega er eðlilegra og liggur nær að skýra fyrirbrigðin út frá undirvitund sálarlífsins. Undirvitund sálarlífsins viiðist hafa að geyma hina undursamlegustu mögu- leika. Það virðist vera sannað, að mannssálin hafi, undir vissum skilyrð- nm, hæflleika til þess, að hafa áhrif á aðra í 'fjailægð (Telepati = sálar- fjarvisku = sálna-loftskeyti). Ennfremur hæfileika til þess, að skynja út fyrir takmörk skilningarvitanna (Telæstesi = hugsana lestur), og að sjá í gegnum rúm og tima (Clairvoyance), og til þess að hreyfa hluti í fjarlægð, án þess að snerta þá (Telekinese), og ýmislegt annað stórmerkilegt. Spiritisminn hefir í raun og veiu hrundið því af stað, að allir þessir leyndardómsfullu sálarhæfileikar hafa náðst inn undir vísindalegar athuganir og tilraunir. Vjer höfum allir áhuga á því, að þessu haldi áfram, svo að vjer fáurn. ábyggilega og óhlutdiæga skýr- ingu yflr þessa leyndardómsfylstu krafta mannlegs súlarlífs. II. Um leið og jeg viðurkenni að spiri- tisminn — ósjálfrátt — hefir hiundið af stað alveg nýrri og þýðingarmikilli vísindagrein: Sálar-rannsókn — svo viðurkenni jeg einnig, að spiritisminn hefir að vissu leyti almenna, trúarlega þýðingu. Eins víst og það er, að spiritisminn er ávöxtur af voldugum, leyndardóms- fullum sálaröflum, er að þessu hefir verið lítill gaumur gefinn —, eins víst er og hitt, að spiritisminn er alvarleg áminning um veruleika hins sálarlega, yfirskynjanlega heims — og því í allra besta og fylsta. skilningi sönnun fyrir hinni trúarlegu lífsskoðun á tilverunni. Hin spiiitisku fyrirbrigði eru geysilega auðmýkjandi fyrir hina sjergóðu, skamm- sýnu, vanmetafullu, vísindalegu efnis- hyggju, er átti einn af „spámönnum" sínum í nýlátna, þýska háskólakennar- anum Hiicke). Sú fullyiðing, að alheim- ur sje gerður úr ljósvaka og frumeind- um, og að hvergi sje staður fyrir sál og anda, lætur nú hlægilega og barna- lega í eyium hvers þess manns, sem dálitið hefir fylgst með í h nni nýrri sálarrannsókn, og (jeg get bætt við) í hinni nýrri frumeinda (atoma) rann- sókn. Það er ekki ástæðulaust, að spiri- tistar hafa brennimerkt mikið af hinni guðlausu, stærilátu efnishyggju, og kallað hana spjátrungsleg hundavaðs- vísindi, sem fyrirlita það, er þau nenna ekki að skilja. Innsýni það í heim sál- arinnar og leyndardóma sálaiheimanna, er spirilisminn hefir gefið ástæðu til, getur kent oss að standa með ótta og andvara gagnvart helgidómi vors eigin eðlis og hinum óendanlegu leyndardóm- upi tilverunnai; það er ný áminning um það, að það er fleira á milli him- ins og jarðar en oss drejTmir um, og ný hvöt fyrir oss til þess að beygja oss í lotningarfullri tilbeiðslu fyrir hin- um almáttuga skapara himins og jarðar. Með öllu þessu getur spiritisminn haft örfandi og vekjandi áhiif á trúarþörfina, og með því móti geiur spiritisminn orðið að tækifæri, að gangþrepi til lif- andi kristindóms. Þegar trúarþörfin hjá manneskjunni er vöknuð fyrir alvöru, þá getur farið þannig, að manneskjan verði ekki róleg, fyr en hún hefir bor- ist inn í friðinn og frelsið í trúnni á Jesúm Krist. Og jeg þekki líka sjálfur, og veit um einstöku manneskjur, sem voru mjög veraldiega sinnaðar — uiðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.