Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 15
B JARMI 119 í sárum. Lifandi Drottinn, littu á mig! Líknáðu mjer, er jeg kalla á þig. Jeg er sem vængbrotin lóa. — Pótt fjör mitt sje lamað, þá flnn jeg það eilt að friðarins engill getur mig leitt, um hæðir, um holt og um móa. Nú fjör mitt er lamað, en frelsari minn, mjer friðsælan bíður arminn sinn, hann Iæknar mig blessar og leiðir. Hann glæðir það besta sem að jeg á og cilifan vísdóm sinn lætur mig sjá. Hann geislum á braut mína breiðir. Guð er sá sem græðir sárin, hann góður er og þerrar tárin, hann heyrir barnsis bæn í náð. IJví skyldi jeg enn þá efast? Ef að eins vill hann, mun mjer gefast, Hans hindrar enginn hjálparráð. ____________ N. N. Hvaðanæfa. ^ ............ :==■— =£/ Heima. Andkristni, erindi Árna Jóhanns- sonar, í 1.—4. thl. »Bjarma« þ. á., heíir vakið talsverða eftirtekt, eins og vænta mátli. — Winnipeg-blöðin, »Lögherg« og »Heimskringla«, hafa bæði getið hlýlega um erindið, og margir minst þess í brjef- um, bæði til »Bjarma« og höf. sjálfs. Hefir liöf. góðfúslega leyft blaðinu að birta sumt af þeim ummælum. Preslur á Austfjörðum skrifar: »Fyrirlestur yðar þakka jeg kærlega. Jeg hefi lesið liann með mjög mikilli ánægju. Er það óvanalegt að lieyra hrein- an kristindóm íluttan jafn skörulega af leikmanni, og með svo skýrum rökum, sem þar cr gert. Taki maður til and- mæla, verður að gera það með krafti, og það hafið þjer gert bæði gegn nýguðfræði og andatrú«. Bóndi á Upsaströnd skrifar: »Jeg varð bæði ánægður og hrifinn, að vita þig slanda þarna mitt á meðal þess- ara viltu afvegaleiðcnda, og mótmæla hinni auðvirðilegu andatrú, og öðrum villukenningum, með svo órækum rök- semdúm, sem þú gerir. — Pað hafa ýmsir hjer lesið þetta rit þitt, og flestir munu vera þjer innilega þakklátir fyrir það«. Pakkarávarp i ljóðum, norðan úr Svarfaðardal, byrjar svo: »Ærið ritar öllugt þú, og ert á rjettri hillu, móti illri andatrú og ýmis konar villu«. Úr Fljótum skrifar S. G.: . . . Sjerstaklega þakka jeg þjer inni- lega fyrir hinn ágæta fyrirlestur, sem þú íluttir í Reykjavik í liaust. Má það mikið vera, hafi engum hitnað um hjartarætur, þeim er lilýddu á fyrirlesturinn. Að minsta kosti hefði Einar Hjörleifsson átt að finna til, ef liann liefði verið þar. Og sárt er það, að láta þá menn lifa á al- mannafje, sem ekki gera annað en að spilla þjóðinni og afvegaleiða hana. Jeg vildi óska að þessi litla bók þín kæmist inn á hvert heimili á landinu. Mætti vænta að það vekti samvisku einhverra þeirrv, sem þessir falskennendur eru búnir að afvegaleiða. — Pað er mjög lofs- vert, hver sem dirfist að segja slíkum rnönnum til syndanna«. Prestskosning er nýlega um garð gengin í Miklabæjarprcstakalli i Skaga- firði, aðstoðarp'resturinn sira Lárus Arnórsson var kosinn, og i Ilrútafirði síra Þorsteinn Ástráðsson kosinn, engir aðrir sóttu. Mjóifjörður, Kálfholt, Akranes, Sauð- lauksdalur, Staður í Steingrirasfirði og Saurbær i Dalasýslu eru laus til umsóknar. V e s t u r á H ö f ð a i Dýrafirði situr fræðimaðurinn Sighvatur Borgfirðingur og skrifar Preslaæfir og safnar þangað marg- breyttum fróðleik um mcnn og málefni, þótt kominn sje yfir áttrætt og of fjarri handrita og bókasöfnum. Hefir hann ný- lega lokið 14. bindinu, Skagafjarðarsýslu, er það 1G63 bls. 4lo þjettskril'að, og er nú nærri hálfnaður með Eyjafjörð. Verður verk þetta gullnáma fyrir fróð- leiksmenn síðar, og þá fær höf. þess vafa- laust margar þakkir, — þegar hann þarf ekkert á þeim að lialda, — en nú eru launiu smá, oflítið hlynt að gömlum og iðnum fræðimanni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.