Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 14

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 14
118 B J A R M I svars, en unnið störf sín í kyrþey og ónýlt sleggjudómana með fram- komu sinni. Alþingi er hin virðulegasta sam- koma þjóðarinnar og því skiftir miklu, að þangað veljist vitrustu, lærðustu og göfugustu synir þjóðarinnar; störf þingsins þarf að vanda, þvi að það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Leitt er að sjá þessar sífeldu breyt- ingar álögum þingsins, þing eftir þing. En eins og þarf að vanda þingstörf- in, þarf ekki síður að vanda val þingmanna enn, eins og áður hefir verið tekið fram, tel jeg presta enn sem fyr, mörgum fremur vel til þess fallna að eiga þar sæti, sakir lær- dóms, stöðu og góðrar þekkingar á högum almennings og þjóðarinnar yfir höfuð. Tlu (r.. 1 1 =.... ... Raddir almennings. Af Austfjörðum 10. mars. 1921. Háttvirli herra ritsljóri! Jeg hefi nú í mörg ár verið kaup- andi að yðar heiðraða og blessaða blaði Bjarma, bæði áður en þjer tókuð að verða útgefandi lians og einnig síðan og mun verða það til dauðans, því stefna hans og ljósgeislar lifandi kristindóms hljóta að slyrkja og hressa hverja trúaða sálu, sem þreytast tekur undan synda- hyrðum lifsins í liverra tölu jeg veit mig einann vera, og íinn jeg því sterka löng- un hjá mjer, að senda yður og Bjarma mínum innilegar fylstu hjartans þakkir fyrir allar þær hjartnæmu trústyrkjandi liuggunarræður §em þar birtast, en þvi miður ijær nú á timum fjöldinn allur varla eyru sin við að sitja undir Guðs orða heyrn eða lestri, láta heldur ýms óþörf veraldar umsvif sitja í fyrirrúmi, sem sýnast liggja út á breiða veginn, þá tala jeg nú ekki um cf á að ganga í Guðsliús og hlýða þar á Drottins orð, þá verðað mörg umsviHn, útreiðar og annað þvi um líkt. Húslestrar viðast lagðir nið- ur, liætt að syngja passíusála á föstunni, það mikla og fagra gullkorn íslensku þjóðarinnar, sem mjer mun aldrei gleym- ast. Jeg er nú 70 ára og hef góða sjón, en fyrir sjón mína flnst mjer nú talsvert skyggja á rjetta trú og sannan kristin- dóm. Ungdóminum er kent alt annað en kristinfræði, þau sitjaá hakanum, sem að mínu áliti ættu að sitja í fyrirrúmi fyrir öðr- um námsgreinum, og þegar kennararnir gerast litlir trúmenn, jeg vil eigisegja meira, hvað á maður þá að hugsa um ungdóm- inn, sem þeir eiga að leiða á Guðs veg. Pó sýnist mjer eitt iskyggilegast, ef kenni- menn kirkjunnar, þessir nýju guðfræð- ingar, sem eiga að vaka yfir víngarði Drottins, fara að kenna annað en þeim ber, og sá með því í akur hinna ungu þeim frækornum, er ekki geta borið þann rjetta ávöxt í akri kristninnar. Á. J. Á sjötugasta aldurs ári. Ilimnafaðir hæsti — hjartans vinur æðsti Jesú, Jesú minn! Þjer jeg þakkir segi — þú mig lífs á vegi verndar sjerhvert sinn. Hjarla mitt I sje húsið þitt! Vinur þýði, | bróðir blíði bústað liaf þar inni. Rek burt illa anda. Ekkert lát' mjer granda, Ijúfi lausnarinn! Veit mjer vaka’ og biðja, — veit mjer þrek að iðja! Upplýs anda minn! Jeg er þinn | og þú ert minn. Þig jeg lofa, | þá fer sofa þinna milli handa! Lífs rníns sólin lækkar, lífsins dögum fækkar Jesú, Jesú minn. Dauða’ jeg óltast eigi, — öruggur jeg segi: aVerði vilji þinnf« Heim til þín! | Á himnum skín frelstur andi | lífs á landi ljóss í helgum skrúða. A. J.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.