Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 6
110 BJAHMl las meira. Og mín skoðun á anda- trúnni er í stuttu máli fcessi: Þaö sem í augnablikinu þarf gagn- vart andatrúnni eru hvorki blindir sleggjndómar — eða blind undrun — eða blind tröllatrú — heldur í fyrsta lagi: samviskusöm, alvarleg og sann- fróð rannsókn á hinum spiritisku fyrir- brigðum og kröftum þeim, er á bak við þau liggja —, i öðru lagi: Viður- kenningu þeirrar vanhirtu trúarþarfar, sem að minsta kosti venjulega knýr áfram andatrúna — og leita að hjálp til þess, að leiða þessa trúarþörf inn í heilbrigðari farveg —, og loks í þriðja lagi: ijósa og ábyggilega sönnun þess, að andatrúin — jafnvel frá átrúnaðar- sjónarmiði sjeð — gefur steina fyrir brauð. Nú ætla jeg að fara nokkrum orðum um sjerhvert af þessum þrem atriðum út af fyrir sig. I. Mörg andatrúar-fyrirbrigðin eru sjálf- ráð eða ósjálfráð svik og misskilningnr — það heflr margoft sannast. — En mörg eru þau merkileg, og einnig þau, sem vísindamenn hafa aðgætt. Margt af því, sem miðlarnir í leiðslu- ástandinu segja, skrifa, gera, eða eru valdir að, er leyndardómsfult og undra- vert. Það væri ógerlegt að kalla alt slíkt einberan hjegóma, höfuðóra og taugaveiklun. Að sjálfsögðu eiga anda- trúarmenn sina loddara, sína glamrara og taugabilaða og trylta framherja. En eins og það væri lítill vinningur fyrir kristindóminn, að hann væri dæmdur eftir því, er hinir lökustu fulltrúar hans segja eða gera — eins óheppilegt væri slíkt fyrir andatrúna. Ef vjer ætlum að dæma fyrirbrigði andatrúarmanna rjett- látlega — og það viljum vjer, kristnir menn, gera — þá eigum vjer að byrja þar, sem vjer hittum bestu forvígis- mennina og áreiðanlegustu tilraunirnar. Og þar verðum vjer varir við margt og mikið, sem í sannleika verður að telja merkilegt — skoðað í Ijósi daglegs mannlífs. En þótt þetta sje merkilegt, er ekki þar með sagt, að útskýring andatrúar- manna sjálfra á þessum merkilegu fyrirbrigðum sje rjett. Þeir fullyiða, ab það sem miðlarnir tala og gera í miðils- ástandinu sje fyrir áhrif dáinna manna — að það sjeu kveðjur og skilaboð úr dánarheimi. Þessu svara jeg þannig: Þó að jeg líti ekki á kristilegar og biblíulegar ástæður, þá er það staðreynd, sem trauðla nokkur neitar — sem JieJckir þetta verulega — að allar þær alvar- legu tilraunir, er samviskusamar mann- eskjur — og í þeirra hóp ýmsir vís- indamenn — á síðasta mannsaldrinum hafa gert með miðla, hafa í aðalatrið- unum orðið til þess, að sanna veruleika hinna spiritisku fyrirbrigða — en jafn- framt til þess að afsanna skýringu spiritista sjálfra á þessum fyrirbrigö- um. Meira að segja formaður hins al- kunna sálarrannsóknafjelags í Lundún- um, Frederic sál. Meyer, er sjálfur var spiritisti með lífi og sál; hann skrifar sjálfur á einum stað í hinu mikla riti sínu „Persónuleiki mannsins" þetta: „Meðal minna eigin fjelaga eru fáir, sem hafa álitið að þeir hefðu fullan rjett til þess að trúa því, að vjer höf- um fengið reglulega mikilsvert. verkefni frá heimi þeim, sem liggur að baki fortjaldinu". Þetta er blátt áfram sann- leikurinn. Einkum á síðari árum eru þeir, í raun og veru, fáir, hinir óhlut- drægu og sjermentuðu rannsóknarmenn, sem þora að standa við anda-skýring- una. fepiritistar geta að vísu bent & nokkur góð nöfn — og þau ganga aftur, eins og hermenn Tordenskjold’s —, en í reyndinni eru nöfn þessi fá. Flestir eru þeir, sem meir og meir neyðast til þess — eftir nákvæmar rannsóknir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.