Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 11

Bjarmi - 15.06.1921, Blaðsíða 11
B JARMI 115 leikum bundinn fyrir prestinn, vegna sivaxandi erfiðleika með fólkshald, og auk þess er búskapur miklu fjar- skyldara starf fyrir prestinn en að kenna börnum hæfilega mörgum og hæfilegan tíma, þar sem svo til hag- ar; og prestur kysi fremur að kenna en búa. Óneitanlega eru og prestar langtum menntaðri en kennarar og og því almennt færari og hæfari að kenna en kennarar alment, svo fram- arlega sem þeir eru' ekki frábitnir kenslustaríi að eðlisfari. Vitanlega má segja, að prestar eigi að slunda sitt starf, og það er víst og satt, en víða til sveita mundu prestar geta fengist við kennslu án þess að van- rækja prestsstörf, ef þeir þyrftu ekki að sinna búskap o. fl. sem ekki á skylt við prestsstörf þeirra. Hin dönsku blöð gefa manni tiiefni til margra hugleiðinga og hugsana og mun jeg ef til vill senda yður pistil því viðvíkjandi síðar, en læt hjer staðar numið að sinni. E, Th. Á skólaárum vorum var trúmála- þögnin íslenzka afsökuð með því, »að íslendingar væru svo dulir«. Nú hefir reyslan sýnt bæði meðal andar- trúarmanna, guðspekinga og margra fleiri, að þeir eru ekki dulari en all- ar aðrar þjóðir, sem einhvern trú- mála áhuga eignast. — En þá er deyföin afsökuð með vinnufólksleysi! — Eins og vjer lásum nýlega á er- lendu máli, að engin von væri á að hjer væri safnaðarstarf líkt og í öðr- um löndum vegna strjálbygðar og vinnufólkseklu! Væri sæmilegt safnaðarlíf í flestum kauplúnum vorum, þá gæti slíkt verið frambærilegt, en úr þvi deyfðin er engu minni, ef ekki meiri, í allflest- um kauptúnunum, og ekkert frjálst safnaðarstarf þar nokkursstaðar innan þjóðkirkjunnar nema í Reykjavík og Hafnarfirði og þó í smáum stýl að tiltölu, þá ælti enginn kunnugur að telja vinnufólkseklu aðalorsök deyfð- arinnar. Ritstj. Bjarma. /f=: 1 _ ■ = H eimi 1 ið. Deild þessa annast Guðrún L&rusdóttlr, - --JJ Hvar er bróðir þinn? Saga eftir Guðrúnu Láriisdóttur. Jónu varð hálf hverft við morgun- inn eftir, þegar hún sá að rúm Brandar var óhreyft, og hann sjálfur allur á burt. Hún tók brjefið, sam lá á borðinu, og fjekk Björgu það, sem varð afar bilt við, þegar hún heyrði að Brandur væri farinn. »Það er svo sem auðsjeð að hann hefir vitað sig sekan«, sagði Jóna. En Björg stóð þegjandi i sömu sporum á gólfinu, og starði þungt hugsandi á brjefið, sem hún hjelt á í hendinni. »Óvíst er það«, sagði hún loksins. »Jeg verð víst að færa bróður mín- um brjefið«. Það kostaði síra Gunnar töluverða fyrirhöfn, að komast fram úr hinni ólæsilegu skrift, og var hann því all- lengi að lesa brjefið, þótt stutt væri. Það var á þessa leið: »Kæri prestur minn! Jeg veit varla, hvaö jeg á aö skrifa. En mig langar til að pakka yður fyrir alt og alt. Mjer veröur það ógleymanlegt, hvern- ig pjer haíið komið fram við mig, og endurminningin um yður mun verma og l$’sa æfileiðina mina. Einkum pakka jeg yður fyrir pað, að pjer trúðuð sakleysi mínu — ef pjer hefðuð tortrygt mig, eins og — hinir — ó, pá væri úti um mig. En jeg er orðinn svo kjarklaus, og hrrcðslan lætur mig aldrci i friði. Efpjer

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.