Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 2
194 BJARMI ar, sem vió höldum til minningar um fæóingu Jesú, þá dettur mjer í hug fyrirkomulagió um boró á kínversk- um fljótabátum. Þeir eru æfinlega fullir stafna á milli af allskonar far- angri og dóti. En í framstafni er ofurlítió skot, tæplega eitt ferfet aó stæró, sem ætlaó er Jang-sió-jea, goóinu mikla, sem ræður feróum manna um fljótin. -— Er nú jólaboóskapnum sjálfum ætlaó tiltölulega meira rúm í öllum hátíóafagnaói jóladaganna? »Skemti- skráin er aó veróa fyrirferóarmeiri með hverju ári, því skemtiefnimum fjölgar ört. Og þessi skemtiskrá lík- ist æ meira felumynd, sem ekki verð- ur öóru nafni nefnd en: »Hvar er Kristur?« Á jólunum, fremur en nokkru sinni ella, er trúuóu og kristnu fólki nauósynlegt að vera algáóu og á verói. Á jólunum hefir þú svo marg- vísleg tilefni til aó gleójast og fagna, aó þaó glepur og villir þjer sýn. Frídagar, jólagildi og ótal skemti- atriói skyggja á fagnaóarefnió eina sanna, þaó, aó: »Yóur er í dag frels- ari fæddur!« »Ei má þín synd, ei má þín fáviska blind birgja þjer ljósió Guós bjarta«. f öllum einlægum jólakveójum felst fyrst og fremst ósk um, aó við þökk- um Guói fyrir hina óumræóilegu gjöf. Og tökum vió þeirri gjöf, sem er okkur meira virói en öll ríki ver- aldarinnar, veldi þeirra og dýró. Guði sje þökk fyrir Krist Drottin! »Hve sælt hvert hús, er héjll á gleói- dögum sjer hæsta metur vin aó eiga þig«. 20. okt. 1930. Öl. Ölafsson. Tengchow, Honan, China. ------»> <s> <•-- Norsk jól. eftir sra Siguró Þorsteinsson í Bjai’key. Gestrisnin á norsku sveitaheim- ilunum mun mörgum íslendingum kunn og þá ekki hvaó síst á jólun- um. Ætíó minnist jeg með hlýjum hug fyrstu jólanna minna hjerlend- is, á myndarlegu sveitaheimili aust- anfjalls, hjá alókunnugu fólki. Jóla- hátíóin var vitanlega hin sama, og er í insta eóii sínu hin sama um heim allan, og margt í háttalagi fólks og hátíóabrag var meó sama móti og heima á Fróni, en sumt á annan veg. Vera má aó einhverjum þyki gaman að gægjast inn til norsku bændanna á jólunum Vió komum til bæja á aófanga- daginn og er þá jólastritió afrokió aó mestu. T einu birkitrjenu, sem stendur á hlaóvarpanum og gnæfir yfir húsið, hangir stórt gulleitt korn- bindi, og trjeð er alsett iöandi spör- fuglum, sein búast til atlögu. Ungt grenitrje, sem felt hefir verió í skóg- unum nokkrum dögum áóur, er bor- ió inn í gestastofu og skreytt kerta- ull, eplum og perum, sem tekin voru af trjánum um haustió. Þegar rökkva tekur er kveikt ljós í hverjum krók og kima, og fólk er um kyrt, því óvíóa er aftansöngur. Jólasteikin er borin inn, og aó lokinni máltíö er kveikt á jólatrjenu. Yngri systkinin, sem ekki hafa fengið aó sjá þessa dýró, nema þá í laumi um skráar- gatió, koma nú óð og fagnandi inn og ráóa sjer varla fyrir kæti. Gleði- svipur er á öllu heimilisfólkinu. Er nú sleginn hringur um uppljómað grenitrjeó og tekió til aó syngja hina undurfögru og kjarnyrtu jóla- sálma. Þaó er hrifning í öllum og og ljósin og söngurinn endurvekja

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.